Innlent

Mikil aukning kvenna sem taka í vörina

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Konur taka í auknu mæli í vörina og er munntóbaksnotkun algengari hjá fólki á aldrinum 18-35 ára en hjá öðrum aldurshópum.
Konur taka í auknu mæli í vörina og er munntóbaksnotkun algengari hjá fólki á aldrinum 18-35 ára en hjá öðrum aldurshópum. fréttablaðið/GVA
Mikil aukning hefur orðið í notkun kvenna á munntóbaki á síðustu tveimur árum. Þetta sagði Viðar Jensson hjá Landlæknisembættinu í Reykjavík síðdegis í dag.

Kynntar voru niðurstöður úr könnun Reykjavík síðdegis í dag um notkun nikótínvara en niðurstöður hennar voru töluvert hærri en niðurstöður kannana Landlæknisembættisins. Þá ber að minna á að könnunin er ekki vísindaleg og takmarkast við hlustendahóp Reykjavík síðdegis.

Þar kom í ljós að rúmur helmingur svarenda notar einhvers konar nikótínvörur, annað hvort daglega eða örðu hvoru. 13,7% svarenda notar rafrettur, 19,5% reyktóbak, 13,8% munntóbak og 7,8% neftóbak. 45% svarenda nota ekki tóbak.

Þessar tölur eru örlítið hærri en þær sem hafa fengist hjá landlæknisembættinu en sagði Viðar að merkilegast væri að rýna í notkun munntóbaks. Samkvæmt rannsóknum Landlæknis notuðu 12% karla munntóbak en aðeins 2% kvenna í öllum aldurshópum. Það sé þó töluvert hærra hjá aldurshópnum 18-35 ára en 20% karlmanna á þeim aldri nota tóbak í vör og 5,8% kvenna.

Mikil aukning sé í munntóbaksnotkun kvenna og hafi verið áberandi að fyrir aðeins 4 til 5 árum hafi íslenskar konur ekki notað neitt tóbak í vör.

Þessi þróun sé í samræmi við munntóbaksnotkun á Norðurlöndum en í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi noti konur tiltölulega mikið munntóbak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×