Enski boltinn

Manchester City braut sömu reglur og Chelsea en slapp við félagaskiptabann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Manchester City slapp við félagaskiptabann.
Manchester City slapp við félagaskiptabann. vísir/getty

Manchester City slapp við félagaskiptabann en fékk dágóða sekt eftir að hafa brotið reglur FIFA um félagaskipti leikmanna yngri en átján ára.

Tveir leikmenn frá akademíu í Gana, George Davies og Dominic Oduro, sögðu í samtali við Jyllands-Posten í Danmörku á síðasta ári að þeir hefðu skrifað undir og spilað fyrir City áður en þeir urðu 18 ára.

Ensku meistararnir fengu sekt upp á 370 þúsund franka, sem jafngildir 315 þúsund pundum, en í 19. reglu FIFA segir að leikmaður verði að vera átján ára sé hann keyptur á milli landa.

Á síðasta ári var Chelsea úrskurðað í félagaskiptabann fyrir brot á sömu reglur en Chelsea mátti ekki kaupa leikmenn í næstu tveimur félagaskiptagluggum auk þess að fá sekt upp á 460 þúsund pund.

Chelsea áfrýjaði þeim úrskurði reyndar og er það enn í ferli en Chelsea gat ekki keypt í sumar og standi úrskurðurinn geta þeir heldur ekki keypt leikmenn í janúar. Stálheppnir City-menn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.