Innlent

Handtekin í Gleðigöngunni

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hin handtekna var fluttur burt í lögreglubifreið.
Hin handtekna var fluttur burt í lögreglubifreið. Vísir/Jóhann K.
Einn var handtekinn í Gleðigöngu Hinsegin daga í við skemmtistaðinn Prikið í Bankastræti í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gerði konan tilraun til þess að trufla gönguna í mótmælaskyni. Ekki liggur fyrir hverju konan var að mótmæla.

Konan hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu og var því handtekin og flutt af svæðinu í lögreglubifreið. Einnig neitaði hún að segja til nafns og var hún færð á lögreglustöðina við Hverfisgötu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×