Lífið

Mágkona Sólrúnar stal senunni í brúðkaupinu

Andri Eysteinsson skrifar
Brúðhjónin Sólrún og Frans.
Brúðhjónin Sólrún og Frans. Instagram/SolrunDiego. irisdoggeinars

Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego gekk á laugardaginn að eiga sinn heittelskaða Frans Veigar Garðarsson.

Athöfnin fór fram í Háteigskirkju en þar söng mágkona Sólrúnar, Silja Garðarsdóttir meðal annars lag Jóns Jónssonar, Þegar ég sá þig fyrst. Mátti sjá að flutningur Silju hreyfði við brúðinni. Þá söng dóttir Sólrúnar og Frans, Maísól lagið Maístjarnan fyrir brúðkaupsgesti.

Sólrún hafði áður greint frá á Instagram síðu sinni að myndatökur yrðu bannaðar í athöfninni en hægt var að fylgjast með á áðurnefndri Instagramsíðu Sólrúnar.

Veislan sjálf fór fram í glæsilegum sal á Grand Hóteli, þar steig Friðrik Dór á svið og söng til að mynda lagið Í síðasta skipti ásamt brúðgumanum.

Sjá má valdar myndir af brúðkaupsgestum hér að neðan.

 
 
 
View this post on Instagram
Í kvöld fögnum við ástinni
A post shared by Lína Birgitta (@linabirgittasig) on
 
 
 
View this post on Instagram
Maid of honor vibes
A post shared by CAMY (@camillarut) on
 
 
 
View this post on Instagram
5 stjörnu rauðvín á Grillsa í dag. Á leið í brúðkaup. Líklega aldrei verið betri!
A post shared by EgillGillz (DJ Muscleboy) (@egillgillz) on
 
 
 
View this post on Instagram
Brúðkaups
A post shared by Hera (@heragisladottir) on


Tengdar fréttir

Sól­rún Diego gæsuð á sól­ríkum degi

Gæsun Sólrúnar Diego, áhrifavalds, fer nú fram en vinkonur hennar vöktu hana í morgun og hafa þær vinkonur skemmt sér gríðarlega vel það sem af er degi, ef marka má sögur Sólrúnar og vinkvenna hennar á Instagram.

Sólrún Diego hætt á Snapchat

Þrifsnapparinn Sólrún Diego er hætt á Snapchat en hún greindi fylgjendum sínum frá þessu á miðlinum fyrir stundu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.