Innlent

Ísframleiðsla í Efstadal heimiluð að nýju

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Ferðaþjónustubærinn Efstidalur II
Ferðaþjónustubærinn Efstidalur II Vísir/SKH
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur gefið grænt ljós á ísframleiðsla hefjist að nýju í Efstadal II, en þangað hafa upptök E. coli-faraldurs sem geisaði fyrr í sumar verið rakin.

Heilbrigðiseftirlitið fór í eftirlit í Ferðaþjónustuna í Efstadal II í gær til þess að sannreyna úrbætur sem ráðast þurfti í til þess að framleiðsla gæti hafist að nýju. Nú hefur leyfi verið veitt fyrir slíku.

Í tilkynningu frá eftirlitinu kemur fram að skrúfað hafi verið fyrir lausagöngu dýra á svæðinu, þrátt fyrir að handþvottaaðstöðu við inngang veitingaaðstöðu hafi verið komið upp á svæðinu. Það var sett sem skilyrði fyrir lausagöngu dýra á ferðamannastaðnum.

„Framleiðsla á ís hefur verið heimiluð og var það sannreynt með greiningu sýna að framleiðslan uppfyllir örverufræðilegar kröfur,“ segir í tilkynningunni sem má lesa hér.

  • Hér að neðan má sjá úrbæturnar sem ráðist var í að kröfu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands:
  • Alþrif og sótthreinsun á veitingasvæði, hurðum, göngum og salerni. Kælar tæmdir og þrifnir.
  • Mat í opnum umbúðum var fleygt.
  • Gangar, loft, handrið og wc málað.
  • Stétt þrifin með 80 °C heitum vatni og Virkioni dreift.
  • Að auki var búið að loka fyrir alla lausagöngu dýra, líka hundsins. Lausaganga verður ekki leyfð fyrr en handþvottaaðstöðu hefur verið komið upp fyrir gesti og aðskilnaður á milli dýra og veitingasvæða efldur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×