Innlent

Hvalir í Eyjafirði norðanverðum

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Hvalurinn heldur sig mun norðar en áður.
Hvalurinn heldur sig mun norðar en áður.

Forsvarsmenn hvalaskoðunarfélaga í norðanverðum Eyjafirði hafa ekki lent í teljanlegum vandræðum með að hafa uppi á hval. Freyr Antonsson, hjá Arctic Adventures á Dalvík, segir að farnar hafi verið 180 ferðir í júlí og hvalur sést í öllum nema fjórum.

„Við höfum þurft að sigla aðeins utar þar sem ætið er, það er ekkert óeðlilegt,“ segir Freyr. „Í fyrradag fór ég þrjár ferðir. Um morguninn sá ég einn hnúfubak, um miðjan daginn sá ég fimm og seinnipartinn einn. Allt á sama blettinum.“

Í gær fjallaði Fréttablaðið um að lítið væri um hval í Eyjafirði en samkvæmt Frey og fleirum virðist vandamálið aðallega bundið við fjörðinn innanverðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.