Óhress með borgina en sáttur við settjarnir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 14:06 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun til að hreinsa upp hátt í þrjú hundruð lítra af díselolíu til að reyna að koma í veg fyrir að hún færi ofan í Elliðaár. Vísir/vilhelm Formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur er afar óhress með að Reykjavíkurborg hafi ekki haft samband við félagið í gær eftir að diselolía lak úr vörubíl við Elliðaárnar. Það komi á óvart að félagið þurfi að frétta af slíku úr fjölmiðlum. Slysið hafi þó sýnt að settjarnir við ánna hafi sannað gildi sitt.Mengunaróhapp varð í gærmorgun þegar díselolía fór niður við Valshóla í Breiðholti. Óhappið varð með þeim hætti að gat kom á olíutank vörubíls eftir að hann hafði keyrt utan í stein. Að mati slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fóru um 250 – 300 lítrar af díselolíu niður og náðist að hreinsa upp meirihluta hennar. Mögulegt er að um 100 lítrar hafi farið niður um niðurfall á götunni og í ofanvatnskerfi borgarinnar, sem liggur í settjörn í Elliðaárdal og þaðan í Elliðaár. Töluverð mengun var í settjörnum í gær en hreinsun gekk vel og hægt var að koma í veg fyrir að olían bærist í árnar að sögn Rósu Magnúsdóttir, deildarstjóra umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti. Þá verður haldið áfram að hreinsa settjarnirnar í dag. Jón Þór Ólason, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, hafði ekki frétt af óhappinu þegar fréttastofa hafði samband í morgun. „Við höfum ekkert heyrt af þessu slysi og ekki heyrt að olíufnykur hafi fundist verið árnar. Það verður auðvitað að kanna þetta,“ segir Jón. Hann er afar ósáttur með að Reykjavíkurborg hafi ekki haft samband við félagið beint í gær. „Þegar svona upplýsingar berast er okkur að sjálfsögðu brugðið, en það sem kemur okkur sérstaklega á óvart er að við þurfum að lesa það í fjölmiðlum að það hafi átt sér stað mengunaróhapp - og það í gærmorgun. Við fáum í rauninni engar upplýsingar um það fyrr en í dag.“ Jón Þór segir að settjarnir við árnar hafi sannað gildi sitt þar sem olían hafi sest þar í stað þess að berast í árnar. Bensín og olía Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Telja að 100 lítrar af díselolíu hafi lekið ofan í ofanvatnskerfið Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun til að hreinsa upp hátt í þrjú hundruð lítra af díselolíu til að reyna að koma í veg fyrir að hún færi ofan í Elliðaár. 1. ágúst 2019 17:37 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur er afar óhress með að Reykjavíkurborg hafi ekki haft samband við félagið í gær eftir að diselolía lak úr vörubíl við Elliðaárnar. Það komi á óvart að félagið þurfi að frétta af slíku úr fjölmiðlum. Slysið hafi þó sýnt að settjarnir við ánna hafi sannað gildi sitt.Mengunaróhapp varð í gærmorgun þegar díselolía fór niður við Valshóla í Breiðholti. Óhappið varð með þeim hætti að gat kom á olíutank vörubíls eftir að hann hafði keyrt utan í stein. Að mati slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fóru um 250 – 300 lítrar af díselolíu niður og náðist að hreinsa upp meirihluta hennar. Mögulegt er að um 100 lítrar hafi farið niður um niðurfall á götunni og í ofanvatnskerfi borgarinnar, sem liggur í settjörn í Elliðaárdal og þaðan í Elliðaár. Töluverð mengun var í settjörnum í gær en hreinsun gekk vel og hægt var að koma í veg fyrir að olían bærist í árnar að sögn Rósu Magnúsdóttir, deildarstjóra umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti. Þá verður haldið áfram að hreinsa settjarnirnar í dag. Jón Þór Ólason, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, hafði ekki frétt af óhappinu þegar fréttastofa hafði samband í morgun. „Við höfum ekkert heyrt af þessu slysi og ekki heyrt að olíufnykur hafi fundist verið árnar. Það verður auðvitað að kanna þetta,“ segir Jón. Hann er afar ósáttur með að Reykjavíkurborg hafi ekki haft samband við félagið beint í gær. „Þegar svona upplýsingar berast er okkur að sjálfsögðu brugðið, en það sem kemur okkur sérstaklega á óvart er að við þurfum að lesa það í fjölmiðlum að það hafi átt sér stað mengunaróhapp - og það í gærmorgun. Við fáum í rauninni engar upplýsingar um það fyrr en í dag.“ Jón Þór segir að settjarnir við árnar hafi sannað gildi sitt þar sem olían hafi sest þar í stað þess að berast í árnar.
Bensín og olía Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Telja að 100 lítrar af díselolíu hafi lekið ofan í ofanvatnskerfið Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun til að hreinsa upp hátt í þrjú hundruð lítra af díselolíu til að reyna að koma í veg fyrir að hún færi ofan í Elliðaár. 1. ágúst 2019 17:37 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Telja að 100 lítrar af díselolíu hafi lekið ofan í ofanvatnskerfið Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun til að hreinsa upp hátt í þrjú hundruð lítra af díselolíu til að reyna að koma í veg fyrir að hún færi ofan í Elliðaár. 1. ágúst 2019 17:37