Innlent

Þrennt flutt á slysadeild eftir 4-5 veltur í Borgarbyggð

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi, sagði í samtali við fréttastofu að trúlega væri fólkið ekki alvarlega slasað en það hefði verið flutt á slysadeild til frekari rannsóknar og aðhlynningar.
Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi, sagði í samtali við fréttastofu að trúlega væri fólkið ekki alvarlega slasað en það hefði verið flutt á slysadeild til frekari rannsóknar og aðhlynningar. Vísir/vilhelm
Þrennt var flutt suður á Landsspítalann eftir að bíll fór út af veginum á milli Reykholtsdals og Hálsasveitar í Borgarbyggð og valt fjórar til fimm veltur og endaði úti í móa.

Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila var á slysavettvangi en útkallið barst um sjöleytið í kvöld.

Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi, sagði í samtali við fréttastofu að trúlega væri fólkið ekki alvarlega slasað en það hefði verið flutt á slysadeild til frekari rannsóknar og aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×