Slökkviliðsmenn gengu af göflunum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. ágúst 2019 11:25 Slökkviliðsmennirnir sex sem gengu af göflunum og bílstjórarnir sem fylgdu þeim yfir hálendið. Hlaupið tók þrjá daga. Vísir/Jóhann K. Sex slökkviliðsmenn sem síðustu þrjá daga hefur hlaupið þvert yfir Ísland, frá Akureyri til Selfoss, luku ætlunarverki sínu nú á tólfta tímanum. Með verkefninu safna þeir fyrir hitakassa á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Vegalengdin sem slökkviliðsmennirnir hafa hlaupið er um 340 kílómetrar og var farið yfir Sprengisand. Verkefnið gengur undir nafninu gengið af göflunum og leggja slökkviliðsmennirnir Hollvinasamtökum Sjúkrahússins á Akureyri lið með söfnun en fyrir tveimur árum söfnuðust ein komma tvær milljónir fyrir ferðafóstru, sem er gjörgæslueining fyrir nýbura og fyrirbura. Þá gengu slökkviliðsmenn Eyjafjarðarhringinn, 30 kílómetra, í fullum slökkviliðsskrúða.Hópur slökkviliðs,- lögreglu, sjúkfraflutninga-, og björgunarsveitarmanna tóku á móti hlaupahópnum og fylgdi þeim síðasta spölinn að Björgunarmiðstöðinni á Selfossi.Vísir/Jóhann K.Strembið að köflum Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu er einn þeirra sem hefur tekið þátt í hlaupinu. „Það hefur bara gengið mjög vel. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Viðrað vel á okkur. Jú, jú strembið að köflum en gengið afskaplega vel og afskaplega gott að fá hlýjar kveðjur og mikinn stuðning sérstaklega núna seinni part hlaupaleiðarinnar en við erum bara mikið sáttir við verkefnið,“ segir Ingvar.Helstu áskoranir á leiðinni?„Það voru grófir steinar og þvottabretti uppi á hálendinu. Mikil hækkun upp úr Eyjafirðinum, hún var líka mjög erfið,“ segir Ingvar. Slökkviliðsmennirnir sem tóku þátt koma frá Slökkviliði Akureyrar, Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Brunavörnum Árnessýslu. Þeir hafa skipt hlaupinu á milli sín í einskonar boðhlaupi yfir hálendið en þegar komið var niður á Suðurlandsveg tóku kollegar þeirra á móti þeim á slökkviliðs-, lögreglu, sjúkra-, og björgunarsveitarbílum og fylgdu þeim síðasta spölinn.Hvernig er að sjá endatakmarkið? Það er örstutt eftir.„Það er dásamlegt. Það er auðvitað búið að veita okkur mikla orku í lokin að við erum alvega að koma og við heyrum að það eru góðar móttökur á Selfossi. Hlökkum til að hitta góða félaga. Brunavarnir Árnessýslu eru búnir að taka vel á móti okkur og fylgja okkur frá Skeiðaafleggjaranum,“ segir Ingvar.Hvernig er að eyða Verslunarmannahelginni í þetta?„Það er dásamlegt. Auðvitað væri maður til í að vera meira með fjölskyldunni en hún tekur á móti manni á eftir og það verður alveg frábært að hitta þau. Maður hendir sér kannski einhvern tímann í sófann og tekur smá hvíld, annars er bara frábært að eyða helginni í svona frábært verkefni,“ segir Ingvar. Akureyri Árborg Björgunarsveitir Lögreglan Slökkvilið Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira
Sex slökkviliðsmenn sem síðustu þrjá daga hefur hlaupið þvert yfir Ísland, frá Akureyri til Selfoss, luku ætlunarverki sínu nú á tólfta tímanum. Með verkefninu safna þeir fyrir hitakassa á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Vegalengdin sem slökkviliðsmennirnir hafa hlaupið er um 340 kílómetrar og var farið yfir Sprengisand. Verkefnið gengur undir nafninu gengið af göflunum og leggja slökkviliðsmennirnir Hollvinasamtökum Sjúkrahússins á Akureyri lið með söfnun en fyrir tveimur árum söfnuðust ein komma tvær milljónir fyrir ferðafóstru, sem er gjörgæslueining fyrir nýbura og fyrirbura. Þá gengu slökkviliðsmenn Eyjafjarðarhringinn, 30 kílómetra, í fullum slökkviliðsskrúða.Hópur slökkviliðs,- lögreglu, sjúkfraflutninga-, og björgunarsveitarmanna tóku á móti hlaupahópnum og fylgdi þeim síðasta spölinn að Björgunarmiðstöðinni á Selfossi.Vísir/Jóhann K.Strembið að köflum Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu er einn þeirra sem hefur tekið þátt í hlaupinu. „Það hefur bara gengið mjög vel. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Viðrað vel á okkur. Jú, jú strembið að köflum en gengið afskaplega vel og afskaplega gott að fá hlýjar kveðjur og mikinn stuðning sérstaklega núna seinni part hlaupaleiðarinnar en við erum bara mikið sáttir við verkefnið,“ segir Ingvar.Helstu áskoranir á leiðinni?„Það voru grófir steinar og þvottabretti uppi á hálendinu. Mikil hækkun upp úr Eyjafirðinum, hún var líka mjög erfið,“ segir Ingvar. Slökkviliðsmennirnir sem tóku þátt koma frá Slökkviliði Akureyrar, Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Brunavörnum Árnessýslu. Þeir hafa skipt hlaupinu á milli sín í einskonar boðhlaupi yfir hálendið en þegar komið var niður á Suðurlandsveg tóku kollegar þeirra á móti þeim á slökkviliðs-, lögreglu, sjúkra-, og björgunarsveitarbílum og fylgdu þeim síðasta spölinn.Hvernig er að sjá endatakmarkið? Það er örstutt eftir.„Það er dásamlegt. Það er auðvitað búið að veita okkur mikla orku í lokin að við erum alvega að koma og við heyrum að það eru góðar móttökur á Selfossi. Hlökkum til að hitta góða félaga. Brunavarnir Árnessýslu eru búnir að taka vel á móti okkur og fylgja okkur frá Skeiðaafleggjaranum,“ segir Ingvar.Hvernig er að eyða Verslunarmannahelginni í þetta?„Það er dásamlegt. Auðvitað væri maður til í að vera meira með fjölskyldunni en hún tekur á móti manni á eftir og það verður alveg frábært að hitta þau. Maður hendir sér kannski einhvern tímann í sófann og tekur smá hvíld, annars er bara frábært að eyða helginni í svona frábært verkefni,“ segir Ingvar.
Akureyri Árborg Björgunarsveitir Lögreglan Slökkvilið Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira