Innlent

Kárssnesskóli endurbyggður

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Skólinn rifinn.
Skólinn rifinn. Fréttablaðið/Ernir

Tillaga Batterísins – arkitekta að 5.500 fermetra nýbyggingu Kársnesskóla við Skólagerði hefur verið samþykkt í bæjarráði Kópavogs.

Húsnæði Kársnesskóla var rifið í fyrrahaust vegna raka- og mygluvandamála. Meginbyggingin nýja á að verða tveggja og þriggja hæða. Í skólabyggingunni verður samrekinn leik- og grunnskóli ásamt frístund. „Það eru gríðarlega spennandi tímar fram undan,“ segir Björg Baldursdóttir, skólastjóri Kársnesskóla, við Fréttablaðið þegar niðurrifið var að hefjast í fyrra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.