Lífið

Cuba Gooding Jr. fer fyrir dómstóla í september

Andri Eysteinsson skrifar
Cuba Gooding Jr. var handtekinn í júní eftir að hafa gefið sig fram við lögreglu.
Cuba Gooding Jr. var handtekinn í júní eftir að hafa gefið sig fram við lögreglu. Getty/Bauzen
Réttað verður yfir bandaríska leikaranum Cuba Gooding Jr. eftir að dómari í New York hafnaði beiðni Gooding Jr. um frávísun. BBC greinir frá.

Cuba Gooding Jr. var handtekinn í júní, grunaður um kynferðislega áreitni en hann er sagður hafa snert og káfað á konu á skemmtistað án samþykkis hennar.

Áætlað er að réttarhöldin hefjist 3. september næstkomandi og á hinn 51 árs gamli Gooding yfir höfði sér eins árs fangelsi verði hann dæmdur sekur.

Lögfræðingur leikarans hefur þó sagst vera öruggur um að skjólstæðingur sinn verði hreinsaður af öllum ásökunum á hendur honum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×