Innlent

Kaldavatnslögn brast með látum í Laugarneshverfi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Strókurinn var kraftmikill, eins og sjá má á myndinni.
Strókurinn var kraftmikill, eins og sjá má á myndinni. Skjáskot/Facebook
Kaldavatnslögn brast í Laugarneshverfi í gærmorgun með miklum látum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi neðst í fréttinni sem Veitur birtu á Facebook-síðu sinni í dag. Kraftmikill vatnsstrókur streymdi upp í loftið en ekkert tjón hlaust af, samkvæmt upplýsingum frá Veitum.

Myndbandið tók Petrea, íbúi í hverfinu, en þar sést strókurinn í allri sinni dýrð. Þá má einnig sjá bíl Veitna renna í hlað til að bjarga málunum. Viðgerð tókst að endingu ágætlega, að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna.

Myndbandið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×