„Mögnuð sýning fyrir augu og eyru“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2019 12:46 Þessa mynd tók Róbert Marvin Gunnarsson út um svefnherbergisgluggann hjá sér á Höfn í gærkvöldi. Mynd/Róbert Marvin Gunnarsson Íbúar á Höfn í Hornafirði segja þrumuveðrið sem gekk yfir landið í gærkvöldi, og sem gætti einkum í bænum, hafa verið magnað sjónarspil. Þrumuveðrið er það mesta sem mælst hefur á Íslandi frá upphafi mælinga. Myndbönd af eldingum sem laust niður í grennd við Höfn fylgja fréttinni. 1818 eldingar voru skráðar á meðan þrumuveðrið gekk yfir en þær voru flestar á Suður- og Suðausturlandi. Veðrið stóð yfir í 24 klukkustundir og var mest frá því klukkan 18 til 23 í gærkvöldi. Jón Garðar Bjarnason, aðalvarðstjóri á Höfn, segir í samtali við Vísi að hann minnist þess ekki að hafa séð viðlíka þrumuveður og í gær. Engar tilkynningar hafi þó borist lögreglu vegna þrumuveðursins eða tjóns af völdum þess. „Þetta dundi á í töluverðan tíma, þetta voru miklar þrumur og miklar eldingar sem gengu á fyrir sunnan okkur,“ segir Jón Garðar. „Mögnuð sýning fyrir augu og eyru.“ Róbert Marvin Gunnarsson íbúi á Höfn tekur undir með Jóni Garðari. Þá hafi það fyrst og fremst verið skemmtilegt að fylgjast með þrumuveðrinu í gær. Hann tók myndina sem fylgir fréttinni út um svefnherbergisgluggann heima hjá sér á Höfn. „Ég hef verið staddur í Brasilíu í þrumuveðri og þetta var bara svipað,“ segir Róbert í samtali við Vísi.Myndböndin hér að neðan tók stjúpmóðir Róberts af eldingum sem laust niður í Myllulæk rétt utan við Höfn í gærkvöldi.Klippa: Eldingar við Myllulæk Hornafjörður Veður Tengdar fréttir Þrumuveðrið í nótt það mesta sem mælst hefur á Íslandi Þrumuveðrið var mest suður- og suðaustur af landinu. 30. júlí 2019 10:54 Hundruð eldinga í nótt: „Þetta er meira eins og útlenskt þrumuveður“ Mikið þrumuveður hefur gengið yfir landið austanvert í nótt og telja eldingar líklega einhver hundruð. 30. júlí 2019 07:30 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Íbúar á Höfn í Hornafirði segja þrumuveðrið sem gekk yfir landið í gærkvöldi, og sem gætti einkum í bænum, hafa verið magnað sjónarspil. Þrumuveðrið er það mesta sem mælst hefur á Íslandi frá upphafi mælinga. Myndbönd af eldingum sem laust niður í grennd við Höfn fylgja fréttinni. 1818 eldingar voru skráðar á meðan þrumuveðrið gekk yfir en þær voru flestar á Suður- og Suðausturlandi. Veðrið stóð yfir í 24 klukkustundir og var mest frá því klukkan 18 til 23 í gærkvöldi. Jón Garðar Bjarnason, aðalvarðstjóri á Höfn, segir í samtali við Vísi að hann minnist þess ekki að hafa séð viðlíka þrumuveður og í gær. Engar tilkynningar hafi þó borist lögreglu vegna þrumuveðursins eða tjóns af völdum þess. „Þetta dundi á í töluverðan tíma, þetta voru miklar þrumur og miklar eldingar sem gengu á fyrir sunnan okkur,“ segir Jón Garðar. „Mögnuð sýning fyrir augu og eyru.“ Róbert Marvin Gunnarsson íbúi á Höfn tekur undir með Jóni Garðari. Þá hafi það fyrst og fremst verið skemmtilegt að fylgjast með þrumuveðrinu í gær. Hann tók myndina sem fylgir fréttinni út um svefnherbergisgluggann heima hjá sér á Höfn. „Ég hef verið staddur í Brasilíu í þrumuveðri og þetta var bara svipað,“ segir Róbert í samtali við Vísi.Myndböndin hér að neðan tók stjúpmóðir Róberts af eldingum sem laust niður í Myllulæk rétt utan við Höfn í gærkvöldi.Klippa: Eldingar við Myllulæk
Hornafjörður Veður Tengdar fréttir Þrumuveðrið í nótt það mesta sem mælst hefur á Íslandi Þrumuveðrið var mest suður- og suðaustur af landinu. 30. júlí 2019 10:54 Hundruð eldinga í nótt: „Þetta er meira eins og útlenskt þrumuveður“ Mikið þrumuveður hefur gengið yfir landið austanvert í nótt og telja eldingar líklega einhver hundruð. 30. júlí 2019 07:30 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Þrumuveðrið í nótt það mesta sem mælst hefur á Íslandi Þrumuveðrið var mest suður- og suðaustur af landinu. 30. júlí 2019 10:54
Hundruð eldinga í nótt: „Þetta er meira eins og útlenskt þrumuveður“ Mikið þrumuveður hefur gengið yfir landið austanvert í nótt og telja eldingar líklega einhver hundruð. 30. júlí 2019 07:30