Þú hefur svo góðar hugmyndir og þegar þú byrjar að framkvæma og elskar virkilega að standa með þér, þá stoppar þig ekkert því þú ert eins og hvirfilbylur þegar þú byrjar, ekki hafa áhyggjur af fjármálum því þú munt lenda vel í þeim málum og lifa betur en þú bjóst við.
Af því að þú ert svo tilfinningasamur þá hefur þér liðið illa í sálinni, en það fer allt að jafna sig, þú stígur svo sterkt upp og næstu þrír mánuðir eru til blessunar, ágústmánuður gefur þér nýja sýn á lífið, þú einfaldar hlutina, elskar með meiri krafti og færð þá þína ást endurgoldna, vertu bara þolinmóður elsku Krabbinn minn, gróðursettu fræ ástarinnar því þá vex það og verður fallegt tré.
Það er svo ríkt í eðli þínu að vera ekki nógu ánægður með núverandi stöðu þína í lífinu og langa alltaf í meira og það er bara allt í lagi, það kallast metnaður og til þess að endurnýja frumurnar þínar og kraft til að vera svo mikil keppnismanneskja þarftu að hvíla þig og njóta hversdagsins. Þú endurbyggir þig best inni á heimili þínu og með fjölskyldu þinni, þetta er drifkraftur þinn, svo slappaðu aðeins af áður en þú þýtur áfram eins og enginn sé morgundagurinn.
Knús og kossar, Sigga Kling

Krabbi 22. júní - 22. júlí
Auðunn Blöndal, 8. júlíÓlafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, 3. júlí
Edda Sif, 20. júlí
Sindri Sindrason, 19. júlí
Ásdís Halla Bragadóttir, 6. júlí
Guðni Th. forseti Íslands, 26. júní
Unnsteinn Manuel Stefánsson, tónlistarmaður, 2. júlí
Ariana Grande, tónlistarkona, 26. júní
Meryl Streep, leikkona, 22. júní
Lionel Messi, fótboltamaður, 24. júní
Selena Gomez, leik- og söngkona, 22. júlí
Khloé Kardashian, raunveruleikastjarna, 27. júní
Lana Del Rey, söngkona, 21. júní