Innlent

„Eitthvað ósáttur“ og kýldi mann svo tönn losnaði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. Fréttablaðið/Óskar P. Sigurðsson
Ein líkamsárás var kærð til lögreglu í Vestmannaeyjum eftir skemmtanahald helgarinnar, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu. Árásarmaðurinn var að sögn lögreglu „eitthvað ósáttur“ og sló því annan mann í andlitið með þeim afleiðingum að tönn losnaði.

Gerandinn var handtekinn og sendur í skýrslutöku eftir að víman rann af honum. Málið er í rannsókn.

Síðdegis þann 18. júlí síðastliðinn var lögreglu tilkynnt um eld í þaki frystigeymslu Vinnslustöðvarinnar á Eiði. Þar hafði kviknað í tjörupappa þegar verið var að bræða hann saman og læstist eldurinn í þaksperrur. Greiðlega tókst að slökkva og hlaust minniháttar tjón af eldsvoðanum.

Þá stöðvaði lögregla einn ökumann vegna hraðaksturs um helgina en hann mældist á 70 kílómetra hraða á Hamarsvegi, þar sem hámarkshraði er 50. Þrír ökumenn fengu sekt vegna stöðubrota, einn fyrir að nota ekki öryggisbelti í akstri og þá fengu tveir ökumenn sekt fyrir akstur án réttinda.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.