Lífið

Birta nýjar afmælismyndir af prinsinum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Brosmildur Georg, sem nú er orðinn sex ára.
Brosmildur Georg, sem nú er orðinn sex ára. Mynd/Breska konungsfjölskyldan

Breska konungsfjölskyldan birti í gær nýjar ljósmyndir sem teknar voru af Georg prins í tilefni hækkandi aldurs en prinsinn fagnar sex ára afmæli sínu í dag.

Katrín, hertogaynja af Cambridge og móðir Georgs, tók myndirnar sem sýna prinsinn brosandi út að eyrum í fótboltatreyju merktri enska landsliðinu. Myndirnar eru teknar heima hjá hertogahjónunum og þremur börnum þeirra, áðurnefndum Georg, Karlottu prinsessu og Lúðvík prins, í Kensington-höll.

Georg er þriðji í erfðaröð krúnunnar, á eftir afa sínum, Karli prinsinum af Wales, og föður sínum, Vilhjálmi, hertoganum af Cambridge. Opinberu afmælismyndirnar af afmælisprinsinum má sjá í Facebook-færslu konungsfjölskyldunnar hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.