Lífið

Fagna eins árs af­mælinu með nýjum myndum af Lúð­vík prins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndirnar sem konungsfjölskyldan birti í gær eru teknar við heimili þeirra Katrínar og Vilhjálms og barna þeirra í Norfolk.
Myndirnar sem konungsfjölskyldan birti í gær eru teknar við heimili þeirra Katrínar og Vilhjálms og barna þeirra í Norfolk. getty/hertogaynjan af cambridge

Lúðvík prins, þriðja barn þeirra Vilhjálms og Katrínar, hertogahjónanna af Cambridge, er eins árs í dag.

Í tilefni af því birti breska konungsfjölskyldan þrjár nýjar myndir af Lúðvík á Instagram í gær sem móðir hans, Katrín, tók á dögunum.

Lúðvík prins er sá fimmti í röðinni til að erfa bresku krúnunnar á eftir afa sínum, Karli, og föður, Vilhjálmi, og eldri systkinunum tveimur, þeim Georg og Karlottu.

Konungsfjölskyldan hefur birt myndir af þeim Georg, Karlottu og Lúðvík við ýmis tímamót í lífi þeirra undanfarin ár og eru myndirnar oftar en ekki teknar af Katrínu sjálfri sem er mikill áhugaljósmyndari. 

Lúðvík prins er eins árs í dag. getty/hertogaynjan af cambridge
Lúðvík prins er fimmti í röðinni til að erfa bresku krúnuna. getty/hertogaynjan af cambridge


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.