Nýr seðlabankastjóri ætlaði að verða rithöfundur eða fornleifafræðingur Eiður Þór Árnason skrifar 24. júlí 2019 22:10 Í dag var tilkynnt um það að Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðisdeildar Háskóla Íslands, muni taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. Ásgeir, sem fékk aðeins að vita um ráðningu sína um hálftíma áður en hún var tilkynnt almenningi, segist vera auðmjúkur og þakklátur fyrir traustið. Ásgeir var einn fjögurra sem voru metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra og var það mat forsætisráðherra að Ásgeir væri hæfastur umsækjenda til að gegna embættinu. Edda Andrésdóttir ræddi að þessu tilefni stuttlega við Ásgeir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður um það hvort að einhverjar breytingar muni fylgja ráðningunni sagði Ásgeir að það fylgi nýjum mönnum alltaf nýjar áherslur. „Það liggur líka fyrir að það er búið að semja ný lög um Seðlabanka Íslands sem taka gildi í janúar. Þau fela í sér breytingar, meðal annars sameiningu Seðlabankans við Fjármálaeftirlitið og ýmsar aðrar breytingar.“ Það liggi þess vegna fyrir að það verði hans hlutverk að fylgja þeim breytingum eftir.Eina starfið sem gæti dregið hann út úr Háskólanum Ásgeir sagði jafnframt að hann hafi verið mjög ánægður í starfi sínu hjá Háskóla Íslands, þar sem hann hefur verið undanfarin ár: „Þetta er í rauninni eina starfið sem hefði getað dregið mig þaðan út.“En hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? Ætlar maður að verða seðlabankastjóri á einhverju stigi?„Ég held að engir krakkar vilji, eða stefni á það að verða hagfræðingar, og ekki seðlabankafólk. Ég held að ég hafi ætlað að verða rithöfundur eða fornleifafræðingur eða eitthvað álíka, eða háskólamaður.“ Aðspurður um stöðu íslenska hagkerfisins segir hann hana vera góða: „Okkar staða er góð, þannig lagað, en við erum að fara að sjá niðursveiflu í hagkerfinu að einhverju leyti.“ Að lokum tók Ásgeir undir þau orð Eddu að fólk gæti verið tiltölulega bjartsýnt: „Já, algjörlega. Ég er allavega sjálfur bjartsýnn í dag þegar ég tek við á þessum sólríka degi.“ Seðlabankinn Tengdar fréttir Fjórir metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra Þetta herma heimildir Kjarnans sem greinir frá málinu á vef sínum í dag. 16. júní 2019 17:40 Ásgeir Jónsson nýr seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, mun taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. 24. júlí 2019 16:10 Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14 Hæfisnefndin sætir harðri gagnrýni Minnst sjö umsækjendur andmæltu mati hæfisnefndar um skipun seðlabankastjóra. Furða sig á að matið taki ekki til greina sameiningu Seðlabankans og FME. Telja jafnræðisregluna brotna. 28. júní 2019 06:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Í dag var tilkynnt um það að Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðisdeildar Háskóla Íslands, muni taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. Ásgeir, sem fékk aðeins að vita um ráðningu sína um hálftíma áður en hún var tilkynnt almenningi, segist vera auðmjúkur og þakklátur fyrir traustið. Ásgeir var einn fjögurra sem voru metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra og var það mat forsætisráðherra að Ásgeir væri hæfastur umsækjenda til að gegna embættinu. Edda Andrésdóttir ræddi að þessu tilefni stuttlega við Ásgeir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður um það hvort að einhverjar breytingar muni fylgja ráðningunni sagði Ásgeir að það fylgi nýjum mönnum alltaf nýjar áherslur. „Það liggur líka fyrir að það er búið að semja ný lög um Seðlabanka Íslands sem taka gildi í janúar. Þau fela í sér breytingar, meðal annars sameiningu Seðlabankans við Fjármálaeftirlitið og ýmsar aðrar breytingar.“ Það liggi þess vegna fyrir að það verði hans hlutverk að fylgja þeim breytingum eftir.Eina starfið sem gæti dregið hann út úr Háskólanum Ásgeir sagði jafnframt að hann hafi verið mjög ánægður í starfi sínu hjá Háskóla Íslands, þar sem hann hefur verið undanfarin ár: „Þetta er í rauninni eina starfið sem hefði getað dregið mig þaðan út.“En hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? Ætlar maður að verða seðlabankastjóri á einhverju stigi?„Ég held að engir krakkar vilji, eða stefni á það að verða hagfræðingar, og ekki seðlabankafólk. Ég held að ég hafi ætlað að verða rithöfundur eða fornleifafræðingur eða eitthvað álíka, eða háskólamaður.“ Aðspurður um stöðu íslenska hagkerfisins segir hann hana vera góða: „Okkar staða er góð, þannig lagað, en við erum að fara að sjá niðursveiflu í hagkerfinu að einhverju leyti.“ Að lokum tók Ásgeir undir þau orð Eddu að fólk gæti verið tiltölulega bjartsýnt: „Já, algjörlega. Ég er allavega sjálfur bjartsýnn í dag þegar ég tek við á þessum sólríka degi.“
Seðlabankinn Tengdar fréttir Fjórir metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra Þetta herma heimildir Kjarnans sem greinir frá málinu á vef sínum í dag. 16. júní 2019 17:40 Ásgeir Jónsson nýr seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, mun taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. 24. júlí 2019 16:10 Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14 Hæfisnefndin sætir harðri gagnrýni Minnst sjö umsækjendur andmæltu mati hæfisnefndar um skipun seðlabankastjóra. Furða sig á að matið taki ekki til greina sameiningu Seðlabankans og FME. Telja jafnræðisregluna brotna. 28. júní 2019 06:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Fjórir metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra Þetta herma heimildir Kjarnans sem greinir frá málinu á vef sínum í dag. 16. júní 2019 17:40
Ásgeir Jónsson nýr seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, mun taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. 24. júlí 2019 16:10
Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14
Hæfisnefndin sætir harðri gagnrýni Minnst sjö umsækjendur andmæltu mati hæfisnefndar um skipun seðlabankastjóra. Furða sig á að matið taki ekki til greina sameiningu Seðlabankans og FME. Telja jafnræðisregluna brotna. 28. júní 2019 06:00