Beint flug stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júlí 2019 11:37 Bæði framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og bæjarstjórinn á Akureyri segjast finna fyrir fækkun ferðamanna á Norðurlandi. Brýnt sé að grípa í taumana fyrir veturinn. samsett mynd Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir að reglulegt beint flug til og frá Akureyri sé stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Þannig myndi opnast önnur gátt inn í landið og erlendir ferðamenn fá raunhæfan valkost á að sækja landsbyggðina heim og dreifa álaginu um land allt. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir að ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi finni vel fyrir fækkun ferðamanna í sumar. Hún geri ráð fyrir að um 15% fækkun. Hún segir ferðamenn útiloka staðina fjærst höfuðborginni í sparnaðarskini og Norðurland lendi þar af leiðandi undir hnífnum. Erfitt sé að fá þá ferðamenn sem þó heimsækja Norðurland til að dvelja þar í meira en eina nótt.Uggandi yfir næstu misserum „Við erum uggandi yfir næstu misserum vegna þess að þetta hefur áhrif. Nú er auðvitað háannatími þar sem menn eru að reyna að ná inn sem mestu tekjum. Framundan er haust og vetur þar sem við erum ennþá með mikla árstíðarsveiflu sem við eigum eftir að sjá hvernig kemur út. Yfir vetratímann eru menn enn tregari til að fara út á land og eru að taka styttri ferðir,“ segir Arnheiður sem var í viðtali í Bítinu í gær. Hún telur ærið tilefni til að fara vel ofan í saumana á áhrifum gjaldþrots flugfélagsins WOW Air á ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Mikilvægt sé að gera ráðstafanir fyrir veturinn og markaðssetja landið vel.Stækka þarf flughlaðið á Akureyrarflugvelli til að liðka fyrir millilandaflugi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Uppbygging flugvallarins á Akureyri lykilatriði Ásthildur tekur undir með Arnheiði og segir ljóst að ferðmenn forðist að fara langt frá höfuðborgarsvæðinu því mörgum finnist heldur dýrt á Íslandi. „Við höfum kallað mjög eftir frekari uppbyggingu á flugvellinum á Akureyri þannig að það sé hægt að vera með beint flug frá Evrópu til Akureyrar þannig að við dreifum ferðamönnum betur og þessa aðra gátt inn í landið,“ segir Ásthildur. Til þess að það verði að veruleika þyrfti að stækka flugstöðina og byggja upp flughlað þannig að hægt sé að lenda þotunum. „Þetta eru í sjálfu sér ekki stórir peningar þegar við horfum á heildarhagsmunina og þess vegna er algjörlega óskiljanlegt að það sé ekki búið að leggja í þessa fjárfestingu.“ Ásthildur segir að áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar séu rúmir þrír milljarðar. Það væri best að ráðast í þær sem allra fyrst til þess að uppbyggingin geti hafist sem allra fyrst. Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Samfélagsleg áhrif 90 milljarða uppbyggingar ekki skoðaðar Skipulagsstofnun segir skorta á stefnu stjórnvalda um uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Of mikið sé einblínt á óskir flugfélaga og ekki hugsað til samfélagslegra áhrifa. 27. nóvember 2018 07:00 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir að reglulegt beint flug til og frá Akureyri sé stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Þannig myndi opnast önnur gátt inn í landið og erlendir ferðamenn fá raunhæfan valkost á að sækja landsbyggðina heim og dreifa álaginu um land allt. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir að ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi finni vel fyrir fækkun ferðamanna í sumar. Hún geri ráð fyrir að um 15% fækkun. Hún segir ferðamenn útiloka staðina fjærst höfuðborginni í sparnaðarskini og Norðurland lendi þar af leiðandi undir hnífnum. Erfitt sé að fá þá ferðamenn sem þó heimsækja Norðurland til að dvelja þar í meira en eina nótt.Uggandi yfir næstu misserum „Við erum uggandi yfir næstu misserum vegna þess að þetta hefur áhrif. Nú er auðvitað háannatími þar sem menn eru að reyna að ná inn sem mestu tekjum. Framundan er haust og vetur þar sem við erum ennþá með mikla árstíðarsveiflu sem við eigum eftir að sjá hvernig kemur út. Yfir vetratímann eru menn enn tregari til að fara út á land og eru að taka styttri ferðir,“ segir Arnheiður sem var í viðtali í Bítinu í gær. Hún telur ærið tilefni til að fara vel ofan í saumana á áhrifum gjaldþrots flugfélagsins WOW Air á ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Mikilvægt sé að gera ráðstafanir fyrir veturinn og markaðssetja landið vel.Stækka þarf flughlaðið á Akureyrarflugvelli til að liðka fyrir millilandaflugi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Uppbygging flugvallarins á Akureyri lykilatriði Ásthildur tekur undir með Arnheiði og segir ljóst að ferðmenn forðist að fara langt frá höfuðborgarsvæðinu því mörgum finnist heldur dýrt á Íslandi. „Við höfum kallað mjög eftir frekari uppbyggingu á flugvellinum á Akureyri þannig að það sé hægt að vera með beint flug frá Evrópu til Akureyrar þannig að við dreifum ferðamönnum betur og þessa aðra gátt inn í landið,“ segir Ásthildur. Til þess að það verði að veruleika þyrfti að stækka flugstöðina og byggja upp flughlað þannig að hægt sé að lenda þotunum. „Þetta eru í sjálfu sér ekki stórir peningar þegar við horfum á heildarhagsmunina og þess vegna er algjörlega óskiljanlegt að það sé ekki búið að leggja í þessa fjárfestingu.“ Ásthildur segir að áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar séu rúmir þrír milljarðar. Það væri best að ráðast í þær sem allra fyrst til þess að uppbyggingin geti hafist sem allra fyrst.
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Samfélagsleg áhrif 90 milljarða uppbyggingar ekki skoðaðar Skipulagsstofnun segir skorta á stefnu stjórnvalda um uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Of mikið sé einblínt á óskir flugfélaga og ekki hugsað til samfélagslegra áhrifa. 27. nóvember 2018 07:00 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Samfélagsleg áhrif 90 milljarða uppbyggingar ekki skoðaðar Skipulagsstofnun segir skorta á stefnu stjórnvalda um uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Of mikið sé einblínt á óskir flugfélaga og ekki hugsað til samfélagslegra áhrifa. 27. nóvember 2018 07:00
Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00