Tónlist

Ed Sheeran hélt fjölsóttustu tónleika Finnlands

Andri Eysteinsson skrifar
Ed Sheeran heldur tvo tónleika hér á landi aðra helgina í ágúst.
Ed Sheeran heldur tvo tónleika hér á landi aðra helgina í ágúst. vísir/getty

Breski söngvarinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til landsins í ágústmánuði þar sem hann mun leika á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli hefur nú nýlokið við tveggja tónleika syrpu í Helsinki, höfuðborg Finnlands.

Líkt og raunin var hér á landi átti Sheeran í fyrstu eingöngu að troða upp í eitt skipti en eftir að þeir 60.000 miðar sem voru í boði seldust upp á örskotsstundu var ákveðið að bæta við tónleikum.

Tónleikarnir fóru fram utandyra á Malmi flugvellinum í Helsinki. 108 þúsund manns flykktust á tónleikana tvo og var því slegið áhorfendamet en áður höfðu 104 þúsund manns séð U2 spila á Ólympíuleikvanginum í Helsinki árið 2010.

Fleiri sóttu tónleikana heldur en sóttu vinsælustu tónlistarhátíð Finnlands, Ruisrock, í ár en þar voru um 105 þúsund gestir.

Sheeran hefur auk þess slegið áhorfendamet í Suður-Afríku á þessu tónleikaferðalagi sínu sem er það tónleikaferðalag sem hefur skilað mestum hagnaði á síðustu 30 árum.


Tengdar fréttir

Stjörnum prýdd plata Ed Sheeran komin út

Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til Íslands í ágúst þar sem hann mun spila á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli, gaf í dag út sína fjórðu plötu, No. 6. Collaborations Project.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.