Körfubolti

Heimaleiknum gegn Sviss flýtt vegna tónleika Ed Sheeran

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ed Sheeran heldur tvo tónleika hér á landi aðra helgina í ágúst.
Ed Sheeran heldur tvo tónleika hér á landi aðra helgina í ágúst. vísir/getty
Leik Íslands og Sviss í forkeppni EM 2021 í körfubolta karla í Laugardalshöllinni laugardaginn 10. ágúst var flýtt vegna tónleika Eds Sheeran á Laugardalsvellinum sama dag.

Leikurinn hefst klukkan 13:00. Í tilkynningu frá KKÍ kemur fram að ákvörðun um leiktímann hafi verið tekin í samráði við tónleikahaldara.

Búist er við miklum mannfjölda í Laugardalnum þennan dag og umferðartakmarkanir verða vegna tónleikanna sem hefjast klukkan 18:30. Laugardalsvöllurinn verður opnaður klukkan 16:00.

Þetta eru fyrri tónleikar Sheerans af tveimur á Laugardalsvelli. Þeir seinni fara fram sunnudaginn 11. ágúst.

Ísland hefur leik í forkeppni EM 7. ágúst þegar liðið mætir Portúgal ytra.

Íslendingar mæta svo Sviss í Laugardalshöllinni 10. ágúst eins og áður sagði. Viku síðar taka Íslendingar á móti Portúgölum.

Síðasti leikur Íslands í forkeppninni er svo gegn Sviss í Montraux 21. ágúst.


Tengdar fréttir

Stjörnum prýdd plata Ed Sheeran komin út

Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til Íslands í ágúst þar sem hann mun spila á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli, gaf í dag út sína fjórðu plötu, No. 6. Collaborations Project.

Ed Sheeran-búð opnar í Kringlunni

Þann 18. júlí næstkomandi mun Sena Live opna Ed Sheeran-búð í Kringlunni. Búðin opnar í tilefni tveggja stórtónleika söngvarans sem fara fram 10. og 11. ágúst á Laugardalsvelli.

Ed Sheeran valdi Glowie til að hita upp

Sara Pétursdóttir, betur þekkt sem Glowie, mun hita upp fyrir Ed Sheeran 10. og 11. ágúst á Laugardalsvellinum en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×