Meghan vildi freknur á forsíðu Vogue Sylvía Hall skrifar 29. júlí 2019 11:06 Hertogaynjan lagði áherslu á áhrifamiklar konur. Vísir/Getty Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, er gestaritstjóri septembertölublaðs Vogue. Er hún þar með fyrsti gestaritstjóri septemberblaðsins í 103 ára sögu þess. Hertogaynjan var ófeimin við að láta til sín taka í ferlinu og tryggði að hennar sjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi. Í stað þess að vera sjálf á forsíðunni valdi hún að láta sterkar og áhrifamiklar konur prýða forsíðuna undir yfirskriftinni „afl breytinga“. Á meðal þeirra sem prýða forsíðuna í september er ungi loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg, nýsjálenski forsætisráðherrann Jacinda Ardern, Salma Hayek, kvenréttindabaráttukonan Jameela Jamil og LBGTQ+ aðgerðasinninn Laverne Cox. Introducing the September 2019 issue of British Vogue, guest-edited by HRH The Duchess of Sussex: https://t.co/b3xZpXBiyQ#ForcesForChangepic.twitter.com/YcW4ydOWXN — British Vogue (@BritishVogue) July 28, 2019 Markle valdi ljósmyndarann Peter Lindbergh í verkefnið og segir hann samstarfið hafa gengið vel fyrir sig, en þau höfðu áður starfað saman þegar Markle sjálf var á forsíðunni árið 2016. Eina ósk hennar varðandi forsíðuna var einföld: Hún vildi sjá freknur. „Það var eins og að hlaupa í gegnum opnar dyr fyrir mig. Ég elska freknur,“ sagði Lindberg í samtali við Vogue. Meghan hefur unnið að verkefninu í sjö mánuði samhliða því að sinna nýfæddum syni þeirra hertogahjónanna, Archie, sem fæddist í maí síðastliðnum. Hún segist vilja nýta þetta tækifæri og beina sjónum fólks að þeim „gildum, málstöðum og einstaklingum sem hafa áhrif á heiminn í dag“ í mest lesna tölublaði stærsta tískutímarits heims. Bretland Kóngafólk Tíska og hönnun Harry og Meghan Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Fleiri fréttir Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Sjá meira
Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, er gestaritstjóri septembertölublaðs Vogue. Er hún þar með fyrsti gestaritstjóri septemberblaðsins í 103 ára sögu þess. Hertogaynjan var ófeimin við að láta til sín taka í ferlinu og tryggði að hennar sjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi. Í stað þess að vera sjálf á forsíðunni valdi hún að láta sterkar og áhrifamiklar konur prýða forsíðuna undir yfirskriftinni „afl breytinga“. Á meðal þeirra sem prýða forsíðuna í september er ungi loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg, nýsjálenski forsætisráðherrann Jacinda Ardern, Salma Hayek, kvenréttindabaráttukonan Jameela Jamil og LBGTQ+ aðgerðasinninn Laverne Cox. Introducing the September 2019 issue of British Vogue, guest-edited by HRH The Duchess of Sussex: https://t.co/b3xZpXBiyQ#ForcesForChangepic.twitter.com/YcW4ydOWXN — British Vogue (@BritishVogue) July 28, 2019 Markle valdi ljósmyndarann Peter Lindbergh í verkefnið og segir hann samstarfið hafa gengið vel fyrir sig, en þau höfðu áður starfað saman þegar Markle sjálf var á forsíðunni árið 2016. Eina ósk hennar varðandi forsíðuna var einföld: Hún vildi sjá freknur. „Það var eins og að hlaupa í gegnum opnar dyr fyrir mig. Ég elska freknur,“ sagði Lindberg í samtali við Vogue. Meghan hefur unnið að verkefninu í sjö mánuði samhliða því að sinna nýfæddum syni þeirra hertogahjónanna, Archie, sem fæddist í maí síðastliðnum. Hún segist vilja nýta þetta tækifæri og beina sjónum fólks að þeim „gildum, málstöðum og einstaklingum sem hafa áhrif á heiminn í dag“ í mest lesna tölublaði stærsta tískutímarits heims.
Bretland Kóngafólk Tíska og hönnun Harry og Meghan Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Fleiri fréttir Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Sjá meira