Lífið

Iglesias talinn faðir manns á fimmtugsaldri

Kjartan Kjartansson skrifar
Julio Iglesias hefur neitað því að vera faðir mannsins sem höfðaði faðernismál gegn honum.
Julio Iglesias hefur neitað því að vera faðir mannsins sem höfðaði faðernismál gegn honum. AP/Carlos Giusti

Dómari á Spáni úrskurðaði í dag að nægilegar sannanir lægju fyrir því að söngvarinn Julio Iglesias væri líffræðilegur faðir 43 ára gamals karlmanns þrátt fyrir að Iglesias hefði neitað að fallast á erfðarannsókn.

Javier Sánchez kom í heiminn árið 1975, níu mánuðum eftir að móðir hans hitti söngvarann heimsþekkta í samkvæmi. Dómarinn í faðernismáli Sánchez gegn Iglesias taldi sannað að samskipti og samband hafi átt sér stað á milli Maríu Edite Santos, móður Sánchez, og söngvarans nærri getnaði hans.

Jafnframt taldi dómarinn það frekari sönnun að Iglesias, sem nú er 75 ára gamall, hafi neitað að taka þátt í DNA-rannsókn, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögmenn Iglesias segjast ætla að áfrýja.

Haldi Sánchez velli eftir áfrýjun þarf hann að höfða annað mál vegna mögulegrar fjárkröfu sem hann gæti átt á hendur söngvaranum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.