Óvissa ríkir um afkomu ferðaþjónustufyrirtækja í haust Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. júlí 2019 20:00 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Aukið sætaframboð í flugi myndi breyta landslagi íslenskrar ferðaþjónustu, en mikil óvissa ríkir um afkomu fyrirtækja í greininni í haust, að mati formanns Samtaka ferðaþjónustu. Nokkrir fjárfestar ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW Air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt íslenskt flugfélag.Vinnuheiti nýja félagsins er WAB Air en það stendur fyrir We Are Back, enda samanstendur fjárfestahópurinn af nokkrum lykilmönnum WOW air. Hópurinn hefur leitað til að minnsta kosti tveggja banka hér á landi og óskað eftir láni upp á 31 milljón evra, sem eru um fjórir milljarðar íslenskra króna. Írski sjóðurinn sem heitir Avianta Capital mun eignast 75 prósenta hlut í hinu nýja flugfélagi á móti 25 prósenta hlut íslenska hópsins. Markaður fréttablaðsins greindi frá þessu í dag. Áætlað er að flugfélagið hefji rekstur í haust. „Ferðaþjónusta áÍslandi byggir á flugsamgöngum fyrst og fremst og því er gott sætaframboð til landsins bæði að austan og vestan lykilatriði fyrir greinina. Það virðist ekki enn sjá til lands með Boeing Max vélarnar og við vitum ekki enn með framboð frá erlendum flugfélögum. Þannig aðþað er töluver óvissa í kortunum,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Samgöngustofa gefur ekki upp hvort hafi verið sótt um flugrekstraleyfi og enn ríkir óvissa um lánveitingar. Félagið á að vera byggt á grunni WOW Air. Í samtali við fréttastofu staðfestir Svein Andri Sveinsson, annar skiptastjóri þrotabús WOW, að hópurinn hafi sýnt eignum úr þrotabúinu áhuga, gert tilboð en ekkert samkomulag hafi náðst. „Haustið verður þungt fyrir mörg fyrirtæki. Menn eru á vertíðinni í sumar, sem virðist svona ganga þokkalega. Við erum samt að sjá svona tíu til tuttugu prósent samdrátt hjá mörgum heilt yfir. En í haust þá verða menn að treysta á það að fá þá inn september og október sem góða mánuði. Það er ekki á vísan að róa með það. Bókunarstaðan er ekki góð. Það hefur að hluta til að gera með framboð á sætum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Aukið sætaframboð í flugi myndi breyta landslagi íslenskrar ferðaþjónustu, en mikil óvissa ríkir um afkomu fyrirtækja í greininni í haust, að mati formanns Samtaka ferðaþjónustu. Nokkrir fjárfestar ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW Air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt íslenskt flugfélag.Vinnuheiti nýja félagsins er WAB Air en það stendur fyrir We Are Back, enda samanstendur fjárfestahópurinn af nokkrum lykilmönnum WOW air. Hópurinn hefur leitað til að minnsta kosti tveggja banka hér á landi og óskað eftir láni upp á 31 milljón evra, sem eru um fjórir milljarðar íslenskra króna. Írski sjóðurinn sem heitir Avianta Capital mun eignast 75 prósenta hlut í hinu nýja flugfélagi á móti 25 prósenta hlut íslenska hópsins. Markaður fréttablaðsins greindi frá þessu í dag. Áætlað er að flugfélagið hefji rekstur í haust. „Ferðaþjónusta áÍslandi byggir á flugsamgöngum fyrst og fremst og því er gott sætaframboð til landsins bæði að austan og vestan lykilatriði fyrir greinina. Það virðist ekki enn sjá til lands með Boeing Max vélarnar og við vitum ekki enn með framboð frá erlendum flugfélögum. Þannig aðþað er töluver óvissa í kortunum,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Samgöngustofa gefur ekki upp hvort hafi verið sótt um flugrekstraleyfi og enn ríkir óvissa um lánveitingar. Félagið á að vera byggt á grunni WOW Air. Í samtali við fréttastofu staðfestir Svein Andri Sveinsson, annar skiptastjóri þrotabús WOW, að hópurinn hafi sýnt eignum úr þrotabúinu áhuga, gert tilboð en ekkert samkomulag hafi náðst. „Haustið verður þungt fyrir mörg fyrirtæki. Menn eru á vertíðinni í sumar, sem virðist svona ganga þokkalega. Við erum samt að sjá svona tíu til tuttugu prósent samdrátt hjá mörgum heilt yfir. En í haust þá verða menn að treysta á það að fá þá inn september og október sem góða mánuði. Það er ekki á vísan að róa með það. Bókunarstaðan er ekki góð. Það hefur að hluta til að gera með framboð á sætum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira