Vegagerðarmennirnir telja sig vera að stunda viðskipti eins og hver annar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2019 11:45 Hér má sjá vinnuflokkinn fara úr hlaði við Lækjarkot á mánudag. Lögreglan hefur yfirheyrt þann sem kveðst vera í forsvari fyrir fyrirtækið. mynd/te Lögreglan á Vesturlandi hefur rætt við breskan mann sem kveðst vera í fyrirsvari fyrir breskt fyrirtæki sem lagði olíumöl á heimreið að bænum Lækjarkoti í grennd við Borgarnes fyrr í vikunni. Þetta segir Jón Haukur Hauksson, staðgengill lögreglustjórans á Vesturlandi, í samtali við Vísi. Að verki loknu ætluðu mennirnir að rukka ábúendur að Lækjarkoti um þrjár milljónir króna fyrir verkið. Fram hefur komið í fréttum að Vegagerðin ber ábyrgð á veginum og hefur hún kært málið til lögreglu en verkið var illa unnið af hálfu mannanna. Svipaður flokkur eða flokkar manna sem bjóða malbikun hafa verið á ferð á Suðurlandi og á Norðurlandi eystra. Þá hafa menn verið á ferð í Langholtshverfi í Reykjavík í morgun að bjóða íbúum þar malbikun samkvæmt færslu í Facebook-hópi íbúa. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir fólk á að vera gagnrýnið á allskyns gylliboð sem kunna að bjóðast.Ekki borist fleiri kærur vegna mannanna Jón Haukur segir lögregluna ekki vera með nákvæma tölu um hversu margir mennirnir eru sem starfa hjá fyrirtækinu. Hann segir að þeir telji sig vera að stunda viðskipti hér eins og hver annar. „Þetta er náttúrulega breskt fyrirtæki og þeir telja sig vera hér í viðskiptalegum erindum og telja sig vera að stunda viðskipti eins og borgurum á EES-svæðinu stendur til boða. Já, þannig að ég held að það sé hægt að svara því að þeir telji sig vera að stunda viðskipti eins og hver annar,“ segir Jón Haukur. Lögreglan hafi ekki handtekið neinn vegna málsins. „Nei, það hefur verið tekin skýrsla af þeim sem kynnir sig sem fyrirsvarsmann fyrirtækisins en ekkert meira og ekkert eðlilegt að við gefum meira upp um það, það er ekki eðlilegt að við tjáum okkur meira um það í raun og veru.“ Þá hefur lögreglan á Vesturlandi ekki fengið fleiri kærur vegna mannanna og þá kveðst Jón Haukur ekki hafa upplýsingar um það hvort mennirnir hafi náð að hafa fé af einhverjum.Hvetur fólk til að sýna varúð Aðspurður hvort lögreglan hafi einhverjar upplýsingar um að fyrirtækið sem mennirnir segjast vinna hjá starfræki svipaða þjónustu í Bretlandi segir Jón Haukur að lögreglan hafi ekki slíkar upplýsingar. „Við erum ekki með neinn aðgang að fyrirtækjaskrá í Bretlandi til þess að rekja slíkar upplýsingar,“ segir hann en að því er fram kemur á vef RÚV heitir fyrirtækið Tarmacadams ltd., og er skráð í Darlington í Bretlandi. En hefur þetta fyrirtæki komið hingað áður? „Ég hef engar upplýsingar um það. Það er frjáls för fólks á milli landa og við búum í því umhverfi og verðum að sætta okkur við það en menn þurfa að fara eftir reglum í hverju landi fyrir sig.“Eru þið að vara fólk við að eiga viðskipti við þessa menn? Teljið þið að viðskiptahættir þeirra séu andstæðir reglum hér á landi, allavega eins og þeim hefur verið lýst? „Ég vil ekki taka þannig til orða. Við hvetjum fólk til að sýna varúð og ef tilboð hljóma of góð til að vera sönn þá getur verið að það sé staðan. Fólk þarf að fara varlega. Vegagerð á Íslandi er öðrum skilyrðum háð heldur en víðast hvar annars staðar vegna veðurfars. Það þarf að undirbúa vegaframkvæmdir betur en víðast hvar annars staðar og fólk þarf þá að vita hvernig á að framkvæma verk ef fólk semur um að verk eigi að vinna,“ segir Jón Haukur.Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn[hja]visir.is eða í gegnum Facebook-síðu Vísis. Fullum trúnaði heitið. Lögreglumál Tengdar fréttir Vara við enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. 10. júlí 2019 13:37 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Lögreglan á Vesturlandi hefur rætt við breskan mann sem kveðst vera í fyrirsvari fyrir breskt fyrirtæki sem lagði olíumöl á heimreið að bænum Lækjarkoti í grennd við Borgarnes fyrr í vikunni. Þetta segir Jón Haukur Hauksson, staðgengill lögreglustjórans á Vesturlandi, í samtali við Vísi. Að verki loknu ætluðu mennirnir að rukka ábúendur að Lækjarkoti um þrjár milljónir króna fyrir verkið. Fram hefur komið í fréttum að Vegagerðin ber ábyrgð á veginum og hefur hún kært málið til lögreglu en verkið var illa unnið af hálfu mannanna. Svipaður flokkur eða flokkar manna sem bjóða malbikun hafa verið á ferð á Suðurlandi og á Norðurlandi eystra. Þá hafa menn verið á ferð í Langholtshverfi í Reykjavík í morgun að bjóða íbúum þar malbikun samkvæmt færslu í Facebook-hópi íbúa. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir fólk á að vera gagnrýnið á allskyns gylliboð sem kunna að bjóðast.Ekki borist fleiri kærur vegna mannanna Jón Haukur segir lögregluna ekki vera með nákvæma tölu um hversu margir mennirnir eru sem starfa hjá fyrirtækinu. Hann segir að þeir telji sig vera að stunda viðskipti hér eins og hver annar. „Þetta er náttúrulega breskt fyrirtæki og þeir telja sig vera hér í viðskiptalegum erindum og telja sig vera að stunda viðskipti eins og borgurum á EES-svæðinu stendur til boða. Já, þannig að ég held að það sé hægt að svara því að þeir telji sig vera að stunda viðskipti eins og hver annar,“ segir Jón Haukur. Lögreglan hafi ekki handtekið neinn vegna málsins. „Nei, það hefur verið tekin skýrsla af þeim sem kynnir sig sem fyrirsvarsmann fyrirtækisins en ekkert meira og ekkert eðlilegt að við gefum meira upp um það, það er ekki eðlilegt að við tjáum okkur meira um það í raun og veru.“ Þá hefur lögreglan á Vesturlandi ekki fengið fleiri kærur vegna mannanna og þá kveðst Jón Haukur ekki hafa upplýsingar um það hvort mennirnir hafi náð að hafa fé af einhverjum.Hvetur fólk til að sýna varúð Aðspurður hvort lögreglan hafi einhverjar upplýsingar um að fyrirtækið sem mennirnir segjast vinna hjá starfræki svipaða þjónustu í Bretlandi segir Jón Haukur að lögreglan hafi ekki slíkar upplýsingar. „Við erum ekki með neinn aðgang að fyrirtækjaskrá í Bretlandi til þess að rekja slíkar upplýsingar,“ segir hann en að því er fram kemur á vef RÚV heitir fyrirtækið Tarmacadams ltd., og er skráð í Darlington í Bretlandi. En hefur þetta fyrirtæki komið hingað áður? „Ég hef engar upplýsingar um það. Það er frjáls för fólks á milli landa og við búum í því umhverfi og verðum að sætta okkur við það en menn þurfa að fara eftir reglum í hverju landi fyrir sig.“Eru þið að vara fólk við að eiga viðskipti við þessa menn? Teljið þið að viðskiptahættir þeirra séu andstæðir reglum hér á landi, allavega eins og þeim hefur verið lýst? „Ég vil ekki taka þannig til orða. Við hvetjum fólk til að sýna varúð og ef tilboð hljóma of góð til að vera sönn þá getur verið að það sé staðan. Fólk þarf að fara varlega. Vegagerð á Íslandi er öðrum skilyrðum háð heldur en víðast hvar annars staðar vegna veðurfars. Það þarf að undirbúa vegaframkvæmdir betur en víðast hvar annars staðar og fólk þarf þá að vita hvernig á að framkvæma verk ef fólk semur um að verk eigi að vinna,“ segir Jón Haukur.Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn[hja]visir.is eða í gegnum Facebook-síðu Vísis. Fullum trúnaði heitið.
Lögreglumál Tengdar fréttir Vara við enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. 10. júlí 2019 13:37 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Vara við enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. 10. júlí 2019 13:37
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent