Alveg ljóst að fleiri konur verði sóttar til saka Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2019 12:45 Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, er einn stofnenda Málfrelsissjóðsins. Fréttablaðið/pjetur Aðstandendur Málfrelsissjóðsins, sem ætlaður er konum sem kunna að vera dæmdar fyrir ummæli í tengslum við kynbundið ofbeldi, segjast himinlifandi eftir að söfnunartakmark upp á nær þrjár milljónir náðist í gær. Einn stofnenda segir upphæðina þó ekki einu sinni duga fyrir þeim málum sem þegar hefur verið dæmt í.Málfrelsissjóðnum er ætlað að standa straum af málsvarnarkostnaði og mögulegum skaðabótum sem konur kunna að vera dæmdar til að greiða ef þær tjá sig um kynbundið ofbeldi á opinberum vettvangi. Söfnuninni var hrint af stað á Karolinafund í síðasta mánuði eftir að Oddný Arnarsdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir voru dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla vegna Hlíðamálsins svokallaða.Sjá einnig: „Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir okkur að tala um þetta ofbeldi“ Í gær náðist 20 þúsund evra söfnunartakmark í sjóðinn og stendur hann því í tæpum þremur milljónum íslenskra króna. Sóley Tómasdóttir einn stofnenda sjóðsins segir aðstandendur hans himinlifandi með áfangann. „Við erum ofboðslega þakklátar fyrir þann samtakamátt og þann stuðning sem við höfum fundið í þessu. Þetta er auðvitað ekki stuðningur við okkur heldur við konur og við þolendur og við jaðarsetta hópa. Og það skiptir gríðarlega miklu máli að samfélagið sé tilbúið að taka á þessum málum í sameiningu.“Dekkar ekki einu sinni málin sem þegar hefur verið dæmt í Sóley segir þó að milljónirnar séu aðeins dropi í hafið - enn þurfi mikið til. „Sú upphæð mun ekki ná til að dekka þær bætur sem þegar hafa verið dæmdar. Það er alveg ljóst að það eru fleiri málsóknir í uppsiglingu og það eru mjög margar konur sem langar til að tala en hafa aldrei þorað það af ótta við málsóknir,“ segir Sóley. „Þannig að það er alveg ljóst að með tilurð þessa sjóðs, og ef hann verður raunverulega stór og öflugur bakhjarl fyrir konur eða þolendur sem vilja tala, þá getum við opnað á að samfélagið heyri raunverulega þær sögur sem það þarf að heyra til þess að geta tekið á þeim vanda sem nauðgunarmenning er í samfélaginu.“ Sjóðurinn verður formlega stofnaður þegar söfnun lýkur eftir ellefu daga. Þá á einnig eftir að semja úthlutunarreglur en enn er hægt að leggja sjóðnum lið inni á söfnunarsíðunni. Dómsmál Hlíðamálið Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir okkur að tala um þetta ofbeldi“ „Ég verð sjálf skíthrædd, miðað við þennan dóm veit ég ekki hversu frjálst ríkið er,“ segir Anna Lotta Michaelsdóttir einn stofnenda Málfrelsissjóðs sem stofnaður var í dag í þágu þeirra sem tjá sig um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 14:05 Stofna sjóð til að draga úr hræðslu kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 10:57 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Aðstandendur Málfrelsissjóðsins, sem ætlaður er konum sem kunna að vera dæmdar fyrir ummæli í tengslum við kynbundið ofbeldi, segjast himinlifandi eftir að söfnunartakmark upp á nær þrjár milljónir náðist í gær. Einn stofnenda segir upphæðina þó ekki einu sinni duga fyrir þeim málum sem þegar hefur verið dæmt í.Málfrelsissjóðnum er ætlað að standa straum af málsvarnarkostnaði og mögulegum skaðabótum sem konur kunna að vera dæmdar til að greiða ef þær tjá sig um kynbundið ofbeldi á opinberum vettvangi. Söfnuninni var hrint af stað á Karolinafund í síðasta mánuði eftir að Oddný Arnarsdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir voru dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla vegna Hlíðamálsins svokallaða.Sjá einnig: „Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir okkur að tala um þetta ofbeldi“ Í gær náðist 20 þúsund evra söfnunartakmark í sjóðinn og stendur hann því í tæpum þremur milljónum íslenskra króna. Sóley Tómasdóttir einn stofnenda sjóðsins segir aðstandendur hans himinlifandi með áfangann. „Við erum ofboðslega þakklátar fyrir þann samtakamátt og þann stuðning sem við höfum fundið í þessu. Þetta er auðvitað ekki stuðningur við okkur heldur við konur og við þolendur og við jaðarsetta hópa. Og það skiptir gríðarlega miklu máli að samfélagið sé tilbúið að taka á þessum málum í sameiningu.“Dekkar ekki einu sinni málin sem þegar hefur verið dæmt í Sóley segir þó að milljónirnar séu aðeins dropi í hafið - enn þurfi mikið til. „Sú upphæð mun ekki ná til að dekka þær bætur sem þegar hafa verið dæmdar. Það er alveg ljóst að það eru fleiri málsóknir í uppsiglingu og það eru mjög margar konur sem langar til að tala en hafa aldrei þorað það af ótta við málsóknir,“ segir Sóley. „Þannig að það er alveg ljóst að með tilurð þessa sjóðs, og ef hann verður raunverulega stór og öflugur bakhjarl fyrir konur eða þolendur sem vilja tala, þá getum við opnað á að samfélagið heyri raunverulega þær sögur sem það þarf að heyra til þess að geta tekið á þeim vanda sem nauðgunarmenning er í samfélaginu.“ Sjóðurinn verður formlega stofnaður þegar söfnun lýkur eftir ellefu daga. Þá á einnig eftir að semja úthlutunarreglur en enn er hægt að leggja sjóðnum lið inni á söfnunarsíðunni.
Dómsmál Hlíðamálið Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir okkur að tala um þetta ofbeldi“ „Ég verð sjálf skíthrædd, miðað við þennan dóm veit ég ekki hversu frjálst ríkið er,“ segir Anna Lotta Michaelsdóttir einn stofnenda Málfrelsissjóðs sem stofnaður var í dag í þágu þeirra sem tjá sig um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 14:05 Stofna sjóð til að draga úr hræðslu kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 10:57 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
„Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir okkur að tala um þetta ofbeldi“ „Ég verð sjálf skíthrædd, miðað við þennan dóm veit ég ekki hversu frjálst ríkið er,“ segir Anna Lotta Michaelsdóttir einn stofnenda Málfrelsissjóðs sem stofnaður var í dag í þágu þeirra sem tjá sig um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 14:05
Stofna sjóð til að draga úr hræðslu kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 10:57