Staðfestum E. coli smitum ekki fjölgað síðan í gær Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. júlí 2019 12:22 Óljóst er hvort barnið sem lagðist inn á Barnaspítalann í fyrradag þurfi blóðhreinsun. fbl/heiða Staðfestum E. coli smitum hefur ekki fjölgað síðan í gær. Smitin eru alls tólf talsins en sérfræðingur í nýrnalækningum segir enn óljóst hvort barnið með verstu einkennin þurfi blóðhreinsun. Engin ný staðfest E. coli smit hafa komið upp í dag, en í gær voru tvö smit til viðbótar staðfest og eru þau nú orðin tólf talsins. Viðar Örn Eðvarðsson, sérfræðingur í nýrnalækningum á Landspítalanum, segir að enn sé óljóst hvort barnið sem lagðist inn á Barnaspítalann í fyrradag þurfi blóðhreinsun.Viðar Örn Eðvarðsson, sérfræðingur í nýrnalækningum.Mynd/landspítali„Sá einstaklingur sem lagðist fyrst inn er á öruggum batavegi. Hann er í betra ástand í dag en í gær og ég held að það muni fara allt farsællega. Sá sem lagðist inn í fyrradag hefur ekki enn þurft blóðhreinsun. Þetta gengur þokkalega, við vorum að vonast til að sleppa við blóðhreinsunina en það er ómögulegt að segja til um það á þessu stigi málsins,“ sagði Viðar Örn Eðvarðsson, sérfræðingur í nýrnalækningum. Þá segir Viðar marga hafa samband við spítalann með fyrirspurnir um bakteríuna. Nokkur saursýni séu í ræktun og eftirlit mikið. Þá ítrekar hann mikilvægi þess að leita strax til læknis fái börn niðurgang. „Það er mjög mikilvægt að ítreka það að ef börn fá niðurgang og ég tala nú ekki um ef hann er blóðugur að leita þá strax til heilsugæslunnar eða barnalækna, eftir því sem þeir komast fyrst að í skoðun og senda saursýni í ræktun,“ sagði Viðar Örn. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tilfellin orðin tólf Tvö börn til viðbótar hafa greinst með e. coli-sýkingu og eru tilfellin því tólf sem þekkt eru. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. 10. júlí 2019 16:23 Ís í Efstadal II það eina sem börnin níu eiga sameiginlegt Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa. 10. júlí 2019 11:15 Lítur loksins vel út eftir tveggja vikna þrautagöngu Foreldrar Anítu Katrínar vona að hún komist heim til sín fyrir þriggja ára afmælisdaginn sinn í lok mánaðar. 10. júlí 2019 12:00 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30 Líðan fimm mánaða drengs með e. coli farið versnandi Skýrist í dag eða á morgun hvort drengurinn þurfi að fara í blóðhreinsun. 10. júlí 2019 12:15 Börnin snertu ekki öll kálfana Ekki liggur fyrir hvernig börn smituðust af E. coli í Efstadal II. Nokkur barnanna sem sýktust komu ekki nálægt kálfum. Ísframleiðslan hefur verið stöðvuð á bænum að svo stöddu og sýni tekin hjá starfsfólki. 10. júlí 2019 06:15 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
Staðfestum E. coli smitum hefur ekki fjölgað síðan í gær. Smitin eru alls tólf talsins en sérfræðingur í nýrnalækningum segir enn óljóst hvort barnið með verstu einkennin þurfi blóðhreinsun. Engin ný staðfest E. coli smit hafa komið upp í dag, en í gær voru tvö smit til viðbótar staðfest og eru þau nú orðin tólf talsins. Viðar Örn Eðvarðsson, sérfræðingur í nýrnalækningum á Landspítalanum, segir að enn sé óljóst hvort barnið sem lagðist inn á Barnaspítalann í fyrradag þurfi blóðhreinsun.Viðar Örn Eðvarðsson, sérfræðingur í nýrnalækningum.Mynd/landspítali„Sá einstaklingur sem lagðist fyrst inn er á öruggum batavegi. Hann er í betra ástand í dag en í gær og ég held að það muni fara allt farsællega. Sá sem lagðist inn í fyrradag hefur ekki enn þurft blóðhreinsun. Þetta gengur þokkalega, við vorum að vonast til að sleppa við blóðhreinsunina en það er ómögulegt að segja til um það á þessu stigi málsins,“ sagði Viðar Örn Eðvarðsson, sérfræðingur í nýrnalækningum. Þá segir Viðar marga hafa samband við spítalann með fyrirspurnir um bakteríuna. Nokkur saursýni séu í ræktun og eftirlit mikið. Þá ítrekar hann mikilvægi þess að leita strax til læknis fái börn niðurgang. „Það er mjög mikilvægt að ítreka það að ef börn fá niðurgang og ég tala nú ekki um ef hann er blóðugur að leita þá strax til heilsugæslunnar eða barnalækna, eftir því sem þeir komast fyrst að í skoðun og senda saursýni í ræktun,“ sagði Viðar Örn.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tilfellin orðin tólf Tvö börn til viðbótar hafa greinst með e. coli-sýkingu og eru tilfellin því tólf sem þekkt eru. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. 10. júlí 2019 16:23 Ís í Efstadal II það eina sem börnin níu eiga sameiginlegt Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa. 10. júlí 2019 11:15 Lítur loksins vel út eftir tveggja vikna þrautagöngu Foreldrar Anítu Katrínar vona að hún komist heim til sín fyrir þriggja ára afmælisdaginn sinn í lok mánaðar. 10. júlí 2019 12:00 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30 Líðan fimm mánaða drengs með e. coli farið versnandi Skýrist í dag eða á morgun hvort drengurinn þurfi að fara í blóðhreinsun. 10. júlí 2019 12:15 Börnin snertu ekki öll kálfana Ekki liggur fyrir hvernig börn smituðust af E. coli í Efstadal II. Nokkur barnanna sem sýktust komu ekki nálægt kálfum. Ísframleiðslan hefur verið stöðvuð á bænum að svo stöddu og sýni tekin hjá starfsfólki. 10. júlí 2019 06:15 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
Tilfellin orðin tólf Tvö börn til viðbótar hafa greinst með e. coli-sýkingu og eru tilfellin því tólf sem þekkt eru. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. 10. júlí 2019 16:23
Ís í Efstadal II það eina sem börnin níu eiga sameiginlegt Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa. 10. júlí 2019 11:15
Lítur loksins vel út eftir tveggja vikna þrautagöngu Foreldrar Anítu Katrínar vona að hún komist heim til sín fyrir þriggja ára afmælisdaginn sinn í lok mánaðar. 10. júlí 2019 12:00
Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20
Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30
Líðan fimm mánaða drengs með e. coli farið versnandi Skýrist í dag eða á morgun hvort drengurinn þurfi að fara í blóðhreinsun. 10. júlí 2019 12:15
Börnin snertu ekki öll kálfana Ekki liggur fyrir hvernig börn smituðust af E. coli í Efstadal II. Nokkur barnanna sem sýktust komu ekki nálægt kálfum. Ísframleiðslan hefur verið stöðvuð á bænum að svo stöddu og sýni tekin hjá starfsfólki. 10. júlí 2019 06:15