Staðfestum E. coli smitum ekki fjölgað síðan í gær Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. júlí 2019 12:22 Óljóst er hvort barnið sem lagðist inn á Barnaspítalann í fyrradag þurfi blóðhreinsun. fbl/heiða Staðfestum E. coli smitum hefur ekki fjölgað síðan í gær. Smitin eru alls tólf talsins en sérfræðingur í nýrnalækningum segir enn óljóst hvort barnið með verstu einkennin þurfi blóðhreinsun. Engin ný staðfest E. coli smit hafa komið upp í dag, en í gær voru tvö smit til viðbótar staðfest og eru þau nú orðin tólf talsins. Viðar Örn Eðvarðsson, sérfræðingur í nýrnalækningum á Landspítalanum, segir að enn sé óljóst hvort barnið sem lagðist inn á Barnaspítalann í fyrradag þurfi blóðhreinsun.Viðar Örn Eðvarðsson, sérfræðingur í nýrnalækningum.Mynd/landspítali„Sá einstaklingur sem lagðist fyrst inn er á öruggum batavegi. Hann er í betra ástand í dag en í gær og ég held að það muni fara allt farsællega. Sá sem lagðist inn í fyrradag hefur ekki enn þurft blóðhreinsun. Þetta gengur þokkalega, við vorum að vonast til að sleppa við blóðhreinsunina en það er ómögulegt að segja til um það á þessu stigi málsins,“ sagði Viðar Örn Eðvarðsson, sérfræðingur í nýrnalækningum. Þá segir Viðar marga hafa samband við spítalann með fyrirspurnir um bakteríuna. Nokkur saursýni séu í ræktun og eftirlit mikið. Þá ítrekar hann mikilvægi þess að leita strax til læknis fái börn niðurgang. „Það er mjög mikilvægt að ítreka það að ef börn fá niðurgang og ég tala nú ekki um ef hann er blóðugur að leita þá strax til heilsugæslunnar eða barnalækna, eftir því sem þeir komast fyrst að í skoðun og senda saursýni í ræktun,“ sagði Viðar Örn. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tilfellin orðin tólf Tvö börn til viðbótar hafa greinst með e. coli-sýkingu og eru tilfellin því tólf sem þekkt eru. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. 10. júlí 2019 16:23 Ís í Efstadal II það eina sem börnin níu eiga sameiginlegt Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa. 10. júlí 2019 11:15 Lítur loksins vel út eftir tveggja vikna þrautagöngu Foreldrar Anítu Katrínar vona að hún komist heim til sín fyrir þriggja ára afmælisdaginn sinn í lok mánaðar. 10. júlí 2019 12:00 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30 Líðan fimm mánaða drengs með e. coli farið versnandi Skýrist í dag eða á morgun hvort drengurinn þurfi að fara í blóðhreinsun. 10. júlí 2019 12:15 Börnin snertu ekki öll kálfana Ekki liggur fyrir hvernig börn smituðust af E. coli í Efstadal II. Nokkur barnanna sem sýktust komu ekki nálægt kálfum. Ísframleiðslan hefur verið stöðvuð á bænum að svo stöddu og sýni tekin hjá starfsfólki. 10. júlí 2019 06:15 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Staðfestum E. coli smitum hefur ekki fjölgað síðan í gær. Smitin eru alls tólf talsins en sérfræðingur í nýrnalækningum segir enn óljóst hvort barnið með verstu einkennin þurfi blóðhreinsun. Engin ný staðfest E. coli smit hafa komið upp í dag, en í gær voru tvö smit til viðbótar staðfest og eru þau nú orðin tólf talsins. Viðar Örn Eðvarðsson, sérfræðingur í nýrnalækningum á Landspítalanum, segir að enn sé óljóst hvort barnið sem lagðist inn á Barnaspítalann í fyrradag þurfi blóðhreinsun.Viðar Örn Eðvarðsson, sérfræðingur í nýrnalækningum.Mynd/landspítali„Sá einstaklingur sem lagðist fyrst inn er á öruggum batavegi. Hann er í betra ástand í dag en í gær og ég held að það muni fara allt farsællega. Sá sem lagðist inn í fyrradag hefur ekki enn þurft blóðhreinsun. Þetta gengur þokkalega, við vorum að vonast til að sleppa við blóðhreinsunina en það er ómögulegt að segja til um það á þessu stigi málsins,“ sagði Viðar Örn Eðvarðsson, sérfræðingur í nýrnalækningum. Þá segir Viðar marga hafa samband við spítalann með fyrirspurnir um bakteríuna. Nokkur saursýni séu í ræktun og eftirlit mikið. Þá ítrekar hann mikilvægi þess að leita strax til læknis fái börn niðurgang. „Það er mjög mikilvægt að ítreka það að ef börn fá niðurgang og ég tala nú ekki um ef hann er blóðugur að leita þá strax til heilsugæslunnar eða barnalækna, eftir því sem þeir komast fyrst að í skoðun og senda saursýni í ræktun,“ sagði Viðar Örn.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tilfellin orðin tólf Tvö börn til viðbótar hafa greinst með e. coli-sýkingu og eru tilfellin því tólf sem þekkt eru. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. 10. júlí 2019 16:23 Ís í Efstadal II það eina sem börnin níu eiga sameiginlegt Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa. 10. júlí 2019 11:15 Lítur loksins vel út eftir tveggja vikna þrautagöngu Foreldrar Anítu Katrínar vona að hún komist heim til sín fyrir þriggja ára afmælisdaginn sinn í lok mánaðar. 10. júlí 2019 12:00 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30 Líðan fimm mánaða drengs með e. coli farið versnandi Skýrist í dag eða á morgun hvort drengurinn þurfi að fara í blóðhreinsun. 10. júlí 2019 12:15 Börnin snertu ekki öll kálfana Ekki liggur fyrir hvernig börn smituðust af E. coli í Efstadal II. Nokkur barnanna sem sýktust komu ekki nálægt kálfum. Ísframleiðslan hefur verið stöðvuð á bænum að svo stöddu og sýni tekin hjá starfsfólki. 10. júlí 2019 06:15 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Tilfellin orðin tólf Tvö börn til viðbótar hafa greinst með e. coli-sýkingu og eru tilfellin því tólf sem þekkt eru. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. 10. júlí 2019 16:23
Ís í Efstadal II það eina sem börnin níu eiga sameiginlegt Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa. 10. júlí 2019 11:15
Lítur loksins vel út eftir tveggja vikna þrautagöngu Foreldrar Anítu Katrínar vona að hún komist heim til sín fyrir þriggja ára afmælisdaginn sinn í lok mánaðar. 10. júlí 2019 12:00
Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20
Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30
Líðan fimm mánaða drengs með e. coli farið versnandi Skýrist í dag eða á morgun hvort drengurinn þurfi að fara í blóðhreinsun. 10. júlí 2019 12:15
Börnin snertu ekki öll kálfana Ekki liggur fyrir hvernig börn smituðust af E. coli í Efstadal II. Nokkur barnanna sem sýktust komu ekki nálægt kálfum. Ísframleiðslan hefur verið stöðvuð á bænum að svo stöddu og sýni tekin hjá starfsfólki. 10. júlí 2019 06:15