Brjáluð flottheit á LungA 2019 Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 13. júlí 2019 10:00 Björt Sigfinnsdóttir er stofnandi og framkvæmdastýra hátíðarinnar. Mynd/Ólafur Daði Eggertsson Listahátíðin LungA verður haldin í tuttugasta sinn á Seyðisfirði um næstu helgi. Boðið er upp á líflega dagskrá alla vikuna; listasmiðjur, listsýningar og tónleika. Björt Þorfinnsdóttir er stofnandi og framkvæmdastýra hátíðarinnar. „Hátíðin verður haldin í tuttugasta skipti í ár, en við höldum upp á afmælið á næsta ári. Við teljum þetta svona eins og í mannárum. Fyrsta hátíð var númer núll. Hún segir hátíðina núna vera upphitun fyrir afmælið og dagskráin því brjálæðislega flott að þessu sinni Skiptinemar á vegum Erasmus Plús eru venju samkvæmt á Seyðisfirði í sumar. „Við höfum verið í því samstarfsverkefni í tólf ár. Þannig að við fáum á hverja hátíð ungmenni víðs vegar að úr Evrópu sem taka þátt í vinnusmiðju sem við stöndum fyrir. Framtíðarsýn er þemað á þessu ári. Í vinnusmiðjunni köfum við svolítið ofan í hvað það er sem við viljum skilja eftir okkur og hvernig framtíðin mun horfa til baka á okkar tíma,“ segir Björt. Skiptinemarnir munu til dæmis taka fyrir umhverfismál, nánd, minnihlutahópa, kapítalisma og önnur spennandi viðfangsefni. „Við hefjum í raun hátíðina með sýningaropnun og verðum með opnar vinnustofur alla næstu viku og vinnusmiðjurnar í fullum gangi. En þær eru átta og allar orðnar stútfullar.“ Katarína Mogensen og Ása Dýradóttir spila með hljómsveitinni Mammút á LungA í ár. Listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, betur þekkt sem Shoplifter, er til að mynda með eina smiðju. Hún sá um framlag Íslendinga á Feneyjatvíæringnum í ár. „Í ár erum við með tónleika báða dagana yfir helgina. Þar koma meðal annars fram Hatari, Mammút, Bríet og GDRN. Stærsta atriðið í ár er Kelsey Lu en hún kemur frá Bandaríkjunum. Svo erum við með eftirpartí í samstarfi við Red Bull en þar koma fram Upsammy frá Hollandi, Bjarki og DJ Dominatricks. Það verður sér svið fyrir það sem verður opnað þegar eftirpartíið byrjar,“ segir Björt. Þarna verður markaðsstemning á laugardeginum þar sem Þrenna mun bjóða gestum og gangandi upp á grillaðar pylsur. „Þar verða sölubásar og alls konar skemmtilegar uppákomur fyrir alla fjölskylduna.“ Björt segir flesta bæjarbúar ánægða með hátíðina þó alltaf geti orðið einhverjir árekstrar. „En við bætum fyrir okkar mistök og höfum alltaf það að leiðarljósi að gera betur.“ Listasmiðjur vikunnar eru svo með sýningu fyrir tónleikana á föstudagskvöldinu úti um allan bæ. „Það er nokkurs konar hápunktur hátíðarinnar,“ segir Björt . Birtist í Fréttablaðinu Menning Seyðisfjörður LungA Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Sjá meira
Listahátíðin LungA verður haldin í tuttugasta sinn á Seyðisfirði um næstu helgi. Boðið er upp á líflega dagskrá alla vikuna; listasmiðjur, listsýningar og tónleika. Björt Þorfinnsdóttir er stofnandi og framkvæmdastýra hátíðarinnar. „Hátíðin verður haldin í tuttugasta skipti í ár, en við höldum upp á afmælið á næsta ári. Við teljum þetta svona eins og í mannárum. Fyrsta hátíð var númer núll. Hún segir hátíðina núna vera upphitun fyrir afmælið og dagskráin því brjálæðislega flott að þessu sinni Skiptinemar á vegum Erasmus Plús eru venju samkvæmt á Seyðisfirði í sumar. „Við höfum verið í því samstarfsverkefni í tólf ár. Þannig að við fáum á hverja hátíð ungmenni víðs vegar að úr Evrópu sem taka þátt í vinnusmiðju sem við stöndum fyrir. Framtíðarsýn er þemað á þessu ári. Í vinnusmiðjunni köfum við svolítið ofan í hvað það er sem við viljum skilja eftir okkur og hvernig framtíðin mun horfa til baka á okkar tíma,“ segir Björt. Skiptinemarnir munu til dæmis taka fyrir umhverfismál, nánd, minnihlutahópa, kapítalisma og önnur spennandi viðfangsefni. „Við hefjum í raun hátíðina með sýningaropnun og verðum með opnar vinnustofur alla næstu viku og vinnusmiðjurnar í fullum gangi. En þær eru átta og allar orðnar stútfullar.“ Katarína Mogensen og Ása Dýradóttir spila með hljómsveitinni Mammút á LungA í ár. Listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, betur þekkt sem Shoplifter, er til að mynda með eina smiðju. Hún sá um framlag Íslendinga á Feneyjatvíæringnum í ár. „Í ár erum við með tónleika báða dagana yfir helgina. Þar koma meðal annars fram Hatari, Mammút, Bríet og GDRN. Stærsta atriðið í ár er Kelsey Lu en hún kemur frá Bandaríkjunum. Svo erum við með eftirpartí í samstarfi við Red Bull en þar koma fram Upsammy frá Hollandi, Bjarki og DJ Dominatricks. Það verður sér svið fyrir það sem verður opnað þegar eftirpartíið byrjar,“ segir Björt. Þarna verður markaðsstemning á laugardeginum þar sem Þrenna mun bjóða gestum og gangandi upp á grillaðar pylsur. „Þar verða sölubásar og alls konar skemmtilegar uppákomur fyrir alla fjölskylduna.“ Björt segir flesta bæjarbúar ánægða með hátíðina þó alltaf geti orðið einhverjir árekstrar. „En við bætum fyrir okkar mistök og höfum alltaf það að leiðarljósi að gera betur.“ Listasmiðjur vikunnar eru svo með sýningu fyrir tónleikana á föstudagskvöldinu úti um allan bæ. „Það er nokkurs konar hápunktur hátíðarinnar,“ segir Björt .
Birtist í Fréttablaðinu Menning Seyðisfjörður LungA Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Sjá meira