Framsóknarmenn fengju kjöt í karrí Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. júlí 2019 09:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þykir greinilega vænn kostur við matarborðið. Vísir/vilhelm Tæpur þriðjungur þátttakenda í könnun Zenter fyrir Fréttablaðið vill fara með Katrínu Jakobsdóttur út að borða, frekar en með öðrum stjórnmálaleiðtoga. Sem stjórnmálaleiðtogi nýtur hún einnig meiri vinsælda í eigin flokki en nokkur annar leiðtogi stjórnmálaflokks en 80 prósent stuðningsmanna VG vilja helst borða með henni.Hnífjafnar með 13 prósent Þórhildur Sunna og Þorgerður Katrín eru hnífjafnar að vinsældum. 13 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja helst borða með Þórhildi Sunnu og 13 prósent vilja helst borða með Þorgerði Katrínu. Þær eru báðar vinsælli meðal kvenna en karla og enginn teljandi munur á vinsældum þeirra eftir aldurshópum. Þorgerður Katrín skarar hins vegar fram úr hjá háskólamenntuðu fólki og fólki með hærri tekjur en fólk með lægri tekjur og minni menntun kýs frekar að fara út að borða með Þórhildi Sunnu. Þá eru áhangendur Þorgerðar líklegri til að styðja stjórnina en stjórnarandstöðuna ólíkt áhangendum Þórhildar Sunnu sem koma nær allir úr stuðningshópi stjórnarandstöðu. Sem leiðtogar sinna flokka standa þær ágætlega. Um það bil helmingur flokksmanna velur þær umfram aðra við kvöldverðarborðið. Þorgerður er vinsælli meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar en andstæðinga hennar. Allar vinsældir Þórhildar Sunnu koma hins vegar frá andstæðingum stjórnarinnar.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Fréttablaðið/Anton BrinkBjarni Benediktsson 11,1% Bjarni er mun vinsælli meðal karla en kvenna. Aðeins 35 prósent sjálfstæðismanna vill helst fara út að borða með formanni flokksins en 25 prósent þeirra vilja helst borða með Katrínu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 10,4% Áhangendur Sigmundar koma nær allir af landsbyggðinni en fáir í borginni kjósa hann sem borðherra umfram aðra. Hann nýtur hins vegar mikilla vinsælda í eigin flokki en 65 prósent miðflokksmanna vilja borða með honum frekar en öðrum stjórnmálaleiðtogum. Logi Einarsson 9,8% Háskólamenntað fólk vill mun frekar borða með Loga en fólk með minni menntun. Rúm 40 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar vilja borða með honum frekar en öðrum. Athygli vekur hve mikilla vinsælda bæði Katrín og Þórhildur Sunna njóta í hans flokki því 40 prósent stuðnignsmanna flokksins skiptast jafnt í kvöldverðarboð með annarri hvorri þeirra.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.vísir/vilhelmSigurður Ingi 6,3% Þeir sem vilja helst borða með Sigurði Inga dreifast mjög víða um þjóðfélagið og koma úr öllum þjóðfélagshópum. Þeir koma úr ýmsum stjórnmálaflokkum og til dæmis vilja 10 prósent sjálfstæðismanna helst borða með honum. Í hans eigin flokki er Katrín Jakobsdóttir hins vegar vinsælli en sjálfur formaðurinn. Rúm 28 prósent völdu hann sem borðherra en forsætisráðherra hefur tveggja prósenta forskot á hann, með 30 prósent. Inga Sæland 5,5% Það þarf ekki að koma á óvart vinsældir Ingu Sæland komi úr tekjulægstu hópunum og meðal elstu þáttakenda könnunarinnar enda hefur berst hún með kjafti og klóm fyrir bættum lífskjörum þessara hópa. Rúm 55 prósent stuðningsmanna Flokks fólksins vilja helst fara út að borða með Ingu, en Sigmundur Davíð er líka nokkuð vinsæll meðal kjósenda flokksins. Rúm 15 prósent velja hann sem borðherra. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Sjá meira
Tæpur þriðjungur þátttakenda í könnun Zenter fyrir Fréttablaðið vill fara með Katrínu Jakobsdóttur út að borða, frekar en með öðrum stjórnmálaleiðtoga. Sem stjórnmálaleiðtogi nýtur hún einnig meiri vinsælda í eigin flokki en nokkur annar leiðtogi stjórnmálaflokks en 80 prósent stuðningsmanna VG vilja helst borða með henni.Hnífjafnar með 13 prósent Þórhildur Sunna og Þorgerður Katrín eru hnífjafnar að vinsældum. 13 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja helst borða með Þórhildi Sunnu og 13 prósent vilja helst borða með Þorgerði Katrínu. Þær eru báðar vinsælli meðal kvenna en karla og enginn teljandi munur á vinsældum þeirra eftir aldurshópum. Þorgerður Katrín skarar hins vegar fram úr hjá háskólamenntuðu fólki og fólki með hærri tekjur en fólk með lægri tekjur og minni menntun kýs frekar að fara út að borða með Þórhildi Sunnu. Þá eru áhangendur Þorgerðar líklegri til að styðja stjórnina en stjórnarandstöðuna ólíkt áhangendum Þórhildar Sunnu sem koma nær allir úr stuðningshópi stjórnarandstöðu. Sem leiðtogar sinna flokka standa þær ágætlega. Um það bil helmingur flokksmanna velur þær umfram aðra við kvöldverðarborðið. Þorgerður er vinsælli meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar en andstæðinga hennar. Allar vinsældir Þórhildar Sunnu koma hins vegar frá andstæðingum stjórnarinnar.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Fréttablaðið/Anton BrinkBjarni Benediktsson 11,1% Bjarni er mun vinsælli meðal karla en kvenna. Aðeins 35 prósent sjálfstæðismanna vill helst fara út að borða með formanni flokksins en 25 prósent þeirra vilja helst borða með Katrínu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 10,4% Áhangendur Sigmundar koma nær allir af landsbyggðinni en fáir í borginni kjósa hann sem borðherra umfram aðra. Hann nýtur hins vegar mikilla vinsælda í eigin flokki en 65 prósent miðflokksmanna vilja borða með honum frekar en öðrum stjórnmálaleiðtogum. Logi Einarsson 9,8% Háskólamenntað fólk vill mun frekar borða með Loga en fólk með minni menntun. Rúm 40 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar vilja borða með honum frekar en öðrum. Athygli vekur hve mikilla vinsælda bæði Katrín og Þórhildur Sunna njóta í hans flokki því 40 prósent stuðnignsmanna flokksins skiptast jafnt í kvöldverðarboð með annarri hvorri þeirra.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.vísir/vilhelmSigurður Ingi 6,3% Þeir sem vilja helst borða með Sigurði Inga dreifast mjög víða um þjóðfélagið og koma úr öllum þjóðfélagshópum. Þeir koma úr ýmsum stjórnmálaflokkum og til dæmis vilja 10 prósent sjálfstæðismanna helst borða með honum. Í hans eigin flokki er Katrín Jakobsdóttir hins vegar vinsælli en sjálfur formaðurinn. Rúm 28 prósent völdu hann sem borðherra en forsætisráðherra hefur tveggja prósenta forskot á hann, með 30 prósent. Inga Sæland 5,5% Það þarf ekki að koma á óvart vinsældir Ingu Sæland komi úr tekjulægstu hópunum og meðal elstu þáttakenda könnunarinnar enda hefur berst hún með kjafti og klóm fyrir bættum lífskjörum þessara hópa. Rúm 55 prósent stuðningsmanna Flokks fólksins vilja helst fara út að borða með Ingu, en Sigmundur Davíð er líka nokkuð vinsæll meðal kjósenda flokksins. Rúm 15 prósent velja hann sem borðherra.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Sjá meira