Hjónin sem leitað er að ekki talin vel búin Jóhann K. Jóhannsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 13. júlí 2019 23:55 Aðgerðum er stýrt frá aðgerðarstjórnstöðinni á Selfossi. Vísir/Jói K Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Selfossi segir á fimmta tug björgunarsveitamanna á tólf ökutækjum vinna að leit á hjónum á Kjalvegi sem nú stendur yfir. Tilkynning um að hjónin hefðu ekki skilað sér til sona sinna í Gíslaskála barst á tíunda tímanum í kvöld. Fjölskyldan hafði verið saman á göngu en hjónin ákveðið að taka auka krók, en villst. Náðu þau símasambandi við syni sína en vissu ekkert um staðsetningu sína. „Veðrir er þungt, hiti um níu gráður og fólkið ekki talið vel búið, þannig það er nú ekki gott fyrir þau að vera þarna lengi í viðbót.“ Hjónin eru belgísk og ekki talin búin fyrir meira en létta göngu. Frímann segir aðstæður til leitar ekki vera eins og best verður á kosið. „Þetta er erfitt yfirferðar þetta svæði, það er hraun þarna. En það eru ákveðnar hestagötur og við erum að reyna að þræða þær á fjórhjólum. Við höfum trú á því að göngufólk haldi sig á slóðum þannig að við þræðum alla slóða á svæðinu. Við erum með ákveðnar vísbendingar um á hvaða svæði þau eru,“ segir Frímann. Spurður að því með hvaða hætti fólkið getur gert vart við sig segir Frímann björgunarsveitirnar nú framkvæma það sem kallast hljóðleit. „Keyrt er um svæðið með sírenur og blá ljós og þau láta vita ef þau verða vör við ljós eða hljóðmerki. Ef þau verða vör við eitthvað þá stoppa bílarnir og kveikja á ljósi og hljóðum einn af öðrum, þannig að við getum staðsett þau í námunda við hvar þau eru.“ Frímann segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um hvort kalla eigi til þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að aðstoða við leitina, en hann segir að nú verði bætt í þann hóp sem sinnir leitinni. Árneshreppur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Leita týndra hjóna á Kjalvegi Á tíunda tímanum í kvöld voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna tveggja týndra ferðamanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 22:41 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Selfossi segir á fimmta tug björgunarsveitamanna á tólf ökutækjum vinna að leit á hjónum á Kjalvegi sem nú stendur yfir. Tilkynning um að hjónin hefðu ekki skilað sér til sona sinna í Gíslaskála barst á tíunda tímanum í kvöld. Fjölskyldan hafði verið saman á göngu en hjónin ákveðið að taka auka krók, en villst. Náðu þau símasambandi við syni sína en vissu ekkert um staðsetningu sína. „Veðrir er þungt, hiti um níu gráður og fólkið ekki talið vel búið, þannig það er nú ekki gott fyrir þau að vera þarna lengi í viðbót.“ Hjónin eru belgísk og ekki talin búin fyrir meira en létta göngu. Frímann segir aðstæður til leitar ekki vera eins og best verður á kosið. „Þetta er erfitt yfirferðar þetta svæði, það er hraun þarna. En það eru ákveðnar hestagötur og við erum að reyna að þræða þær á fjórhjólum. Við höfum trú á því að göngufólk haldi sig á slóðum þannig að við þræðum alla slóða á svæðinu. Við erum með ákveðnar vísbendingar um á hvaða svæði þau eru,“ segir Frímann. Spurður að því með hvaða hætti fólkið getur gert vart við sig segir Frímann björgunarsveitirnar nú framkvæma það sem kallast hljóðleit. „Keyrt er um svæðið með sírenur og blá ljós og þau láta vita ef þau verða vör við ljós eða hljóðmerki. Ef þau verða vör við eitthvað þá stoppa bílarnir og kveikja á ljósi og hljóðum einn af öðrum, þannig að við getum staðsett þau í námunda við hvar þau eru.“ Frímann segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um hvort kalla eigi til þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að aðstoða við leitina, en hann segir að nú verði bætt í þann hóp sem sinnir leitinni.
Árneshreppur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Leita týndra hjóna á Kjalvegi Á tíunda tímanum í kvöld voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna tveggja týndra ferðamanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 22:41 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Leita týndra hjóna á Kjalvegi Á tíunda tímanum í kvöld voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna tveggja týndra ferðamanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 22:41