Innlent

Leita týndra hjóna á Kjalvegi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Björgunarsveitir leita nú fólksins.
Björgunarsveitir leita nú fólksins. vísir/vilhelm
Á tíunda tímanum í kvöld voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna tveggja týndra ferðamanna á Kjalvegi.Fólkið sem um ræðir eru hjón. Þau höfðu lagt af stað í göngu frá Gíslaskála um miðjan dag í dag ásamt tveimur öðrum ferðamönnum. Urðu þau viðskila við hina tvo sem skiluðu sér aftur í skálann í kring um klukkan fimm í dag.Klukkan átta náðist samband við parið í gegn um síma en hafði það ekki hugmynd um staðsetningu sína.Í samtali við Vísi sagði Davíð Már Björgvinsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, að nú rétt fyrir birtingu þessarar fréttar hefði aftur náðst samband við fólkið í gegn um síma og unnið væri að því að staðsetja þau með hjálp farsímamerkis.Aðgerðum er stýrt í samstarfi við aðra viðbragðsaðila frá aðgerðastjórnstöðinni á Selfossi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.