Lífið

Ringo og Paul McCartney sameinaðir enn á ný

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mynd af þeim kumpánum frá árinu 2016.
Mynd af þeim kumpánum frá árinu 2016.
Paul McCartney kom aðdáendum sínum í Los Angeles heldur betur á óvart í gær þegar hann hélt síðustu tónleika tónleikaferðalags sem hann hefur verið á um Norður-Ameríku undanfarið. Hann fékk leynigest á sviðið. Sá var enginn annar en Ringo Starr, fyrrum trommari Bítlanna.

Mikil fagnaðarlæti brutust út meðal tónleikagesta þegar McCartney tilkynnti að Ringo væri mættur á svæðið.

McCartney gaf Ringo koss á höfuðið þegar hann gekk inn á sviðið og heyra mátti þegar McCartney sagðist elska Ringo. Þeir tóku síðan saman styttri útgáfu af tveimur lögum Bítlanna, Helter Skelter og Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band.

Vel mátti sjá gleðina sem skein úr andliti Ringos við að vera sameinaður með McCartney og þegar þeir höfðu lokið sér af kastaði trommarinn ástsæli kjuðum sínum til áhorfendaskarans.

Að loknum tónleikunum, sem eins og áður sagði slógu botninn í tónleikaferðalag McCartney um Norður-Ameríku, kvaddi hann Ameríku í bili.

„Far vel til ykkar! Far vel til Ameríku! Það er aðeins eitt sem hægt er að segja; við sjáumst næst!“

Myndband sem tekið var af tónleikagesti má sjá hér að neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×