Segist loka fyrir vatn til sumarhúsaeiganda Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. júlí 2019 06:00 Hið umdeilda sumarhús er til vinstri. Eigandi Þúfukots (til hægri á mynd) fékk nýlega leyfi til að gera gistiskála í íbúðarhúsinu. Fréttablaðið/Valli Einkahlutafélagið Dap sem á jörðina Þúfnakot í Kjós leggst alfarið gegn því að hreppurinn leyfi að sumarhúsalóð á landinu verði breytt í íbúðarhúsalóð eins og kona sem á helmingshlut í frístundahúsi sem þar er óskar eftir. Konan óskaði eftir því í vor að sumarhúsið Nýjakot yrði skilgreint sem íbúðarhús svo hún gæti átt þar lögheimili. Í bréfi til Kjósarhrepps segir lögmaður eiganda Þúfukots, Gunnar Ingi Jóhannsson, að konan í Nýjakoti hafi flutt lögheimili sitt úr Hafnarfirði í Þúfukot eigandans. Það sé óheimilt. „Þjóðskrá hefur verið send beiðni um að afmá skráninguna,“ segir lögmaðurinn. Að sögn lögmannsins myndi breyting á landnotkun fyrir lóðina hafa mikil áhrif á notkun landsvæðis umhverfis hana. Stofnun frístundalóðarinnar á sínum tíma hafi verið ólögmæt því hún hafi farið gegn aðalskipulagi Kjósarhrepps. Húsið í Nýjakoti er frá árinu 2007. „Ef lóðin yrði gerð að íbúðarhúsalóð verður að gera ráð fyrir að slík ákvörðun hefði ákveðin ruðningsáhrif í för með sér og kröfur um að öðrum frístundalóðum yrði breytt í íbúðarhúsalóðir,“ segir í bréfinu.Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Dap ehf.Lögmaðurinn segir ekki fyrir hendi samning um öflun neysluvatns í landi Þúfukots fyrir sumarhúsið. „Öflun neysluvatns er því án leyfis eiganda og verður ekki framlengd að óbreyttu,“ segir lögmaðurinn og bætir við að reyndar verði vatnið aftengt á næstu vikum vegna framkvæmda á jörðinni. „Hið sama gildir um tengingu við hitaveitu. Ekkert kemur fram í umsókn hvernig það verði gert eða hvaðan heitt vatn verði tekið. Hlýtur það að skipta verulegu máli ef fallist yrði á umsóknina,“ bendir lögmaðurinn á og tekur fram að slík tenging yrði ekki gerð nema með samþykki landeiganda. Þá bendir lögmaðurinn á að vegurinn að sumarhúsinu liggi um land Þúfukots án þessi að samningur sé um það. Verði skráð lögheimili í Nýjakoti þurfi að tryggja aðkomuveg samkvæmt vegalögum. „Það verður ekki gert án samþykkis landeiganda.“ Að lokum segir lögmaðurinn eiganda Þúfukots ekki geta fallist á að Nýjakot verði íbúðarhús vegna þess að umgengni lóðarhafans þar sé með eindæmum slæm. „Mikið drasl og óþrifnaður er fyrir á lóðinni sem veldur foktjónshættu og almennu lýti,“ lýsir lögmaðurinn og boðar tilkynningar til bæði heilbrigðisfulltrúa og byggingarfulltrúa vegna þessa. Hreppsnefnd Kjósarhrepps fól á síðasta fundi sínum skipulags- og byggingarfulltrúa hreppsins að kynna konunni sem sækir um breytinguna innihald bréfs lögmanns eiganda Þúfukots. Hvorki náðist í byggingafulltrúan né sveitarstjórann í Kjósahreppi og konan kaus að tjá sig ekki um málið. Kvartað er undan umgegni við sumarhúsið Nýjakot. Fréttablaðið/Valli Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Skipulag Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Einkahlutafélagið Dap sem á jörðina Þúfnakot í Kjós leggst alfarið gegn því að hreppurinn leyfi að sumarhúsalóð á landinu verði breytt í íbúðarhúsalóð eins og kona sem á helmingshlut í frístundahúsi sem þar er óskar eftir. Konan óskaði eftir því í vor að sumarhúsið Nýjakot yrði skilgreint sem íbúðarhús svo hún gæti átt þar lögheimili. Í bréfi til Kjósarhrepps segir lögmaður eiganda Þúfukots, Gunnar Ingi Jóhannsson, að konan í Nýjakoti hafi flutt lögheimili sitt úr Hafnarfirði í Þúfukot eigandans. Það sé óheimilt. „Þjóðskrá hefur verið send beiðni um að afmá skráninguna,“ segir lögmaðurinn. Að sögn lögmannsins myndi breyting á landnotkun fyrir lóðina hafa mikil áhrif á notkun landsvæðis umhverfis hana. Stofnun frístundalóðarinnar á sínum tíma hafi verið ólögmæt því hún hafi farið gegn aðalskipulagi Kjósarhrepps. Húsið í Nýjakoti er frá árinu 2007. „Ef lóðin yrði gerð að íbúðarhúsalóð verður að gera ráð fyrir að slík ákvörðun hefði ákveðin ruðningsáhrif í för með sér og kröfur um að öðrum frístundalóðum yrði breytt í íbúðarhúsalóðir,“ segir í bréfinu.Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Dap ehf.Lögmaðurinn segir ekki fyrir hendi samning um öflun neysluvatns í landi Þúfukots fyrir sumarhúsið. „Öflun neysluvatns er því án leyfis eiganda og verður ekki framlengd að óbreyttu,“ segir lögmaðurinn og bætir við að reyndar verði vatnið aftengt á næstu vikum vegna framkvæmda á jörðinni. „Hið sama gildir um tengingu við hitaveitu. Ekkert kemur fram í umsókn hvernig það verði gert eða hvaðan heitt vatn verði tekið. Hlýtur það að skipta verulegu máli ef fallist yrði á umsóknina,“ bendir lögmaðurinn á og tekur fram að slík tenging yrði ekki gerð nema með samþykki landeiganda. Þá bendir lögmaðurinn á að vegurinn að sumarhúsinu liggi um land Þúfukots án þessi að samningur sé um það. Verði skráð lögheimili í Nýjakoti þurfi að tryggja aðkomuveg samkvæmt vegalögum. „Það verður ekki gert án samþykkis landeiganda.“ Að lokum segir lögmaðurinn eiganda Þúfukots ekki geta fallist á að Nýjakot verði íbúðarhús vegna þess að umgengni lóðarhafans þar sé með eindæmum slæm. „Mikið drasl og óþrifnaður er fyrir á lóðinni sem veldur foktjónshættu og almennu lýti,“ lýsir lögmaðurinn og boðar tilkynningar til bæði heilbrigðisfulltrúa og byggingarfulltrúa vegna þessa. Hreppsnefnd Kjósarhrepps fól á síðasta fundi sínum skipulags- og byggingarfulltrúa hreppsins að kynna konunni sem sækir um breytinguna innihald bréfs lögmanns eiganda Þúfukots. Hvorki náðist í byggingafulltrúan né sveitarstjórann í Kjósahreppi og konan kaus að tjá sig ekki um málið. Kvartað er undan umgegni við sumarhúsið Nýjakot. Fréttablaðið/Valli
Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Skipulag Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira