Lífið

Þröstur gerði sér hreiður í mæli Veðurstofunnar

Andri Eysteinsson skrifar
Þrösturinn gerði sér hreiður ofan í mælinum.
Þrösturinn gerði sér hreiður ofan í mælinum. Facebook/Veðurstofan

Óvenjulega mikil úrkoma mældist á Seyðisfirði miðað við veður síðasta föstudag. Svo mikil að snjóathugunarmanni Veðurstofunnar á Seyðisfirði leyst ekki á blikuna og ákvað að fara að huga að mælinum.

Þegar þangað var komið blasti ekki við honum bilaður úrkomumælir heldur hafði þröstur nokkur talið mælinn tilvalinn stað til hreiðurgerðar. Hreiðrið hafði haft áhrif á mælinn sem sendi því frá sér upplýsingar um mikla úrkomu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.