Lífið

Sandler veitir fé til góðgerðarsamtaka til minningar um Cameron Boyce

Andri Eysteinsson skrifar
Cameron Boyce lék á móti Sandler í Grown Ups myndunum.
Cameron Boyce lék á móti Sandler í Grown Ups myndunum. Getty/Image Group LA

Bandaríski leikarinn Adam Sandler hefur heiðrað minningu barnastjörnunnar Cameron Boyce með því að veita fé úr söfnun sinni til góðgerðaverkefnisins Thirst Project sem var Boyce hugleikið. Film News greinir frá.

Boyce, sem lék gegn Sandler í Grown Ups myndunum, lést á dögunum 20 ára gamall vegna flogaveiki sinnar

Boyce hafði safnað rúmum 30 þúsund Bandaríkjadölum og hefur Sandler nú bætt 15 þúsund dölum í sjóðinn. Thirst Project vinnur að því að tryggja íbúum hrjóstrugra svæða Afríku aðgang að drykkjarvatni.

Auk Sandler hefur Disney-stjarnan Skai Jackson gefið samtökunum fé og það sama gerði Modern Family stjarnan Nolan Gould. Þá hefur stjórnendur innan Disney gefið í Thirst Project sjóðinn en Boyce lék um árabil í þáttum og kvikmyndum fyrir Disney.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.