Hefur beðið í fjórar vikur eftir að komast í krabbameinsaðgerð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2019 20:58 Ung kona sem greindist með ört vaxandi krabbameinsæxli í júní hefur beðið í um fjórar vikur eftir því að komast í aðgerð vegna sumarfría. Hún segir stöðuna flókna því bæði sé vöntun á læknum og starfsfólki á krabbameinsdeildinni, það komi helst í ljós á sumrin. Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, stendur fyrir vitundarvakningunni krabbamein fer ekki í frí. Ástæða vakningarinnar er sú að yfir sumartímann upplifir fólk með krabbamein að minni þjónusta sé í boði og hún verði óskilvirkari. „Það er mjög slæmt og bág staða að fólk sem greinist í júlí fái ekki sömu þjónustu og það væri að fá annan tíma á árinu. Pínu snúið að því leiti að fólk sem sinnir krabbameinsgreindum er með mjög sérhæfða menntum, það er ekki gengið að því að hver sem er geti dottið inn í afleysingar. Engum að síður finnst mér að heilbrigðiskerfið þurfi að búa þannig um að það skipti ekki máli hvenær þú ert að greinast að þú eigir alltaf að fá sömu þjónustuna,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts. Alma Geirdal greindist fyrst með krabbamein árið 2017. Meðferð við því kláraði hún fyrir ári síðan. Í lok júní tók meinið sig svo upp aftur, en liðnar eru um fjórar vikur frá greiningu og aðgerð ekki áætluð fyrr en eftir viku. „Við erum búin að reyna að fá henni flýtt af því ég er svo kvalin. Mikið verkjuð út í handlegg og niður í síðu og upp að hálsi. Af því að æxlið er að þrýsta á vöðva og taugar. Svörin sem ég fæ er af því það er sumarfrí.“ Síðast hafi hún greinst í nóvember og þá var biðin ekki löng eftir aðgerð.Er flóknara að greinast á sumrin en yfir vetrartímann? „Já, það er það. Sérstaklega fyrir fólk sem er með lífshættulega sjúkdóma. Öll bið er svo erfið, hvort sem það er viðtal við lækni eða komast að í meðferðir. Hugurinn er svo mikið á sveimi, góðar hugsanir og slæmar hugsanir. Þetta getur gert mann ruglaðan,“ segir Alma. Heilbrigðismál Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Ung kona sem greindist með ört vaxandi krabbameinsæxli í júní hefur beðið í um fjórar vikur eftir því að komast í aðgerð vegna sumarfría. Hún segir stöðuna flókna því bæði sé vöntun á læknum og starfsfólki á krabbameinsdeildinni, það komi helst í ljós á sumrin. Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, stendur fyrir vitundarvakningunni krabbamein fer ekki í frí. Ástæða vakningarinnar er sú að yfir sumartímann upplifir fólk með krabbamein að minni þjónusta sé í boði og hún verði óskilvirkari. „Það er mjög slæmt og bág staða að fólk sem greinist í júlí fái ekki sömu þjónustu og það væri að fá annan tíma á árinu. Pínu snúið að því leiti að fólk sem sinnir krabbameinsgreindum er með mjög sérhæfða menntum, það er ekki gengið að því að hver sem er geti dottið inn í afleysingar. Engum að síður finnst mér að heilbrigðiskerfið þurfi að búa þannig um að það skipti ekki máli hvenær þú ert að greinast að þú eigir alltaf að fá sömu þjónustuna,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts. Alma Geirdal greindist fyrst með krabbamein árið 2017. Meðferð við því kláraði hún fyrir ári síðan. Í lok júní tók meinið sig svo upp aftur, en liðnar eru um fjórar vikur frá greiningu og aðgerð ekki áætluð fyrr en eftir viku. „Við erum búin að reyna að fá henni flýtt af því ég er svo kvalin. Mikið verkjuð út í handlegg og niður í síðu og upp að hálsi. Af því að æxlið er að þrýsta á vöðva og taugar. Svörin sem ég fæ er af því það er sumarfrí.“ Síðast hafi hún greinst í nóvember og þá var biðin ekki löng eftir aðgerð.Er flóknara að greinast á sumrin en yfir vetrartímann? „Já, það er það. Sérstaklega fyrir fólk sem er með lífshættulega sjúkdóma. Öll bið er svo erfið, hvort sem það er viðtal við lækni eða komast að í meðferðir. Hugurinn er svo mikið á sveimi, góðar hugsanir og slæmar hugsanir. Þetta getur gert mann ruglaðan,“ segir Alma.
Heilbrigðismál Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira