Styrmir þakkar fjölskyldu sinni stuðninginn og tileinkar sigurinn börnunum sínum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2019 08:40 Styrmir Þór Bragason í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar aðalmeðferð í máli hans fór fram þar. Hann var sýknaður í Héraðsdómi en Hæstiréttur sneri þeim dóm við og dæmdi hann í eins árs fangelsi hinn 31. október 2013. Nú hefur MDE úrskurðað að Styrmir fékk ekki réttláta málsmeðferð við Hæstarétt. Vísir/Stefán Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, birti í gær færslu á Facebook þar sem hann fagnaði „óumdeildri niðurstöðu“ Mannréttindadómstóls Evrópu sem birt var í gær. Segist hann hafa öðlast „öll þau vopn“ sem hann þurfi til þess að fá réttlætinu fullnægt og að hann muni leita allra leiða til þess að gera það. Mannréttindadómstóllinn tók fyrir Exeter-málið svokallaða, sem fór í gegn um íslenska réttarkerfið fyrir nokkrum árum. Því lauk í Hæstarétti með því að Styrmir var dæmdur til eins árs fangelsisvistar. Nú hefur MDE hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að Styrmir hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í Hæstarétti. Telst því íslenska ríkið brotlegt gagnvart honum. Styrmir Þór var árið 2013 dæmdur til eins árs fangelsisvistar í málinu en Hæstiréttur sneri þá við nokkurra mánaða gömlum dómi Héraðsdóms í málinu. Íslenska ríkinu er nú gert að greiða Styrmi 7500 evrur í skaðabætur sökum brotsins. Sjálfur hafði Styrmir farið fram á miskabætur upp á 40 þúsund evrur. Styrmir segir í færslu sinni að tilfinningarnar sem vakni á stundu sem þeirri þegar úrskurður MDE var ljós séu blendnar. „Bæði gleði en á sama tíma reiði. Gleði yfir réttlætinu en reiði yfir því að einhverjir dómarar séu svo ákafir að dæma einhvern að þeir séu tilbúnir að fórna almennum mannréttindum fólks um réttláta málsmeðferð og einnig fara á svig við sjálfsagt réttarfar.“ Segist Styrmir vilja tileinka sigurinn börnunum sínum, sem hann segir hafa þurft að upplifa „ótrúlega hegðun af hálfu ýmissa aðila“ á meðan á málinu stóð. Þá þakkar Styrmir fjölskyldu sinni fyrir að hafa staðið með sér í gegn um þann tíma sem málið tók, sem Styrmir segir hafa verið erfiðan. Segir hann stuðninginn hafa verið mikilvægan þegar honum hafi fundist hann standa einn í baráttu sinni. „Í lokin langar mig að segja að með dómi Mannréttindadómstólsins í dag hef ég öðlast öll þau vopn sem ég þarf til að fá réttlætinu fullnægt og fá þennan ólöglega dóm ógildan. Ég mun að sjálfsögðu leita allra leiða til að fá réttlætinu fullnægt,“ skrifar Styrmir að lokum. Dómsmál Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 16. júlí 2019 09:12 Meta kröfu um endurupptöku í máli Styrmis Ragnar Halldór Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, segir að hann muni fara yfir það með Styrmi á næstunni hvort tilefni sé til að krefjast endurupptöku á dómi Hæstaréttar Íslands í máli hans fyrir endurupptökunefnd í ljósi niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. 16. júlí 2019 12:30 Dómar gegn íslenska ríkinu orðnir sex á þessu ári Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið á rétti Styrmis Þórs Bragasonar og Júlíusar Þórs Sigurðssonar til réttlátrar málsmeðferðar. Dómar MDE þessa efnis voru kveðnir upp í gær. 17. júlí 2019 06:00 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, birti í gær færslu á Facebook þar sem hann fagnaði „óumdeildri niðurstöðu“ Mannréttindadómstóls Evrópu sem birt var í gær. Segist hann hafa öðlast „öll þau vopn“ sem hann þurfi til þess að fá réttlætinu fullnægt og að hann muni leita allra leiða til þess að gera það. Mannréttindadómstóllinn tók fyrir Exeter-málið svokallaða, sem fór í gegn um íslenska réttarkerfið fyrir nokkrum árum. Því lauk í Hæstarétti með því að Styrmir var dæmdur til eins árs fangelsisvistar. Nú hefur MDE hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að Styrmir hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í Hæstarétti. Telst því íslenska ríkið brotlegt gagnvart honum. Styrmir Þór var árið 2013 dæmdur til eins árs fangelsisvistar í málinu en Hæstiréttur sneri þá við nokkurra mánaða gömlum dómi Héraðsdóms í málinu. Íslenska ríkinu er nú gert að greiða Styrmi 7500 evrur í skaðabætur sökum brotsins. Sjálfur hafði Styrmir farið fram á miskabætur upp á 40 þúsund evrur. Styrmir segir í færslu sinni að tilfinningarnar sem vakni á stundu sem þeirri þegar úrskurður MDE var ljós séu blendnar. „Bæði gleði en á sama tíma reiði. Gleði yfir réttlætinu en reiði yfir því að einhverjir dómarar séu svo ákafir að dæma einhvern að þeir séu tilbúnir að fórna almennum mannréttindum fólks um réttláta málsmeðferð og einnig fara á svig við sjálfsagt réttarfar.“ Segist Styrmir vilja tileinka sigurinn börnunum sínum, sem hann segir hafa þurft að upplifa „ótrúlega hegðun af hálfu ýmissa aðila“ á meðan á málinu stóð. Þá þakkar Styrmir fjölskyldu sinni fyrir að hafa staðið með sér í gegn um þann tíma sem málið tók, sem Styrmir segir hafa verið erfiðan. Segir hann stuðninginn hafa verið mikilvægan þegar honum hafi fundist hann standa einn í baráttu sinni. „Í lokin langar mig að segja að með dómi Mannréttindadómstólsins í dag hef ég öðlast öll þau vopn sem ég þarf til að fá réttlætinu fullnægt og fá þennan ólöglega dóm ógildan. Ég mun að sjálfsögðu leita allra leiða til að fá réttlætinu fullnægt,“ skrifar Styrmir að lokum.
Dómsmál Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 16. júlí 2019 09:12 Meta kröfu um endurupptöku í máli Styrmis Ragnar Halldór Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, segir að hann muni fara yfir það með Styrmi á næstunni hvort tilefni sé til að krefjast endurupptöku á dómi Hæstaréttar Íslands í máli hans fyrir endurupptökunefnd í ljósi niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. 16. júlí 2019 12:30 Dómar gegn íslenska ríkinu orðnir sex á þessu ári Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið á rétti Styrmis Þórs Bragasonar og Júlíusar Þórs Sigurðssonar til réttlátrar málsmeðferðar. Dómar MDE þessa efnis voru kveðnir upp í gær. 17. júlí 2019 06:00 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 16. júlí 2019 09:12
Meta kröfu um endurupptöku í máli Styrmis Ragnar Halldór Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, segir að hann muni fara yfir það með Styrmi á næstunni hvort tilefni sé til að krefjast endurupptöku á dómi Hæstaréttar Íslands í máli hans fyrir endurupptökunefnd í ljósi niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. 16. júlí 2019 12:30
Dómar gegn íslenska ríkinu orðnir sex á þessu ári Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið á rétti Styrmis Þórs Bragasonar og Júlíusar Þórs Sigurðssonar til réttlátrar málsmeðferðar. Dómar MDE þessa efnis voru kveðnir upp í gær. 17. júlí 2019 06:00