Læstu sig inni í hjólhýsi og úðuðu svo á lögreglu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2019 14:35 Lögreglan á Norðurlandi vestra fer með rannsókn málsins. vísir/vilhelm Kona á þrítugsaldri og maður á fertugsaldri voru handtekin í gærkvöldi í hjólhýsi á Skagaströnd en lögregla þurfti húsleitarheimild til að komast inn í hjólhýsið og handtaka fólkið þar sem þau sinntu ekki fyrirmælum lögreglu um að opna. Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir að fólkið hafi ekki verið vel áttað. Maðurinn streittist á móti handtöku og þá úðaði parið piparúða á lögreglu. Við leit fundust einhverjir tugir gramma af fíkniefnum sem lögregla telur að séu amfetamín og kókaín. Grunur leikur á að efnin hafi verið ætluð til sölu. Lögreglan kom fyrst á staðinn um klukkan sex í gærkvöldi en komst svo inn í hjólhýsið um klukkan 22. „Við fengum upplýsingar um það að bíl hefði verið stolið í Reykjavík og hann væri jafnvel á Skagaströnd. Svo sást hann á Skagaströnd í gær og þá var bara keyrt á málið. Þau læstu sig inni í hjólhýsinu og hleyptu okkur ekki inn þrátt fyrir að við værum búin að berja þar í nokkra klukkutíma. Við fengum svo heimild til þess að fara inn, húsleitarheimild hjá héraðsdómi Norðurlands vestra. Þau voru þarna inni í hjólhýsinu og við þurftum að ryðjast inn. Þau úðuðu á móti okkur með piparúða en við héldum að það væri gas,“ segir Vilhjálmur. Lögreglan braut því rúður á hjólhýsinu af ótta við að það yrði gassprenging. Vilhjálmur segir að ekki hafi enn verið tekin skýrsla af fólkinu en að það verði gert síðar í dag. Þau eru grunuð um þjófnað en ætlað þýfi fannst í hjólhýsinu. Þá eru þau grunuð um vopnalagabrot og brot gegn valdstjórninni. Að auki fundust fíkniefni eins og áður segir og tæki á og áhöld til fíkniefnaneyslu. Lögreglumál Skagaströnd Tengdar fréttir Beittu táragasi gegn lögreglumönnum Tveir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi vestra í kvöld eftir að lögreglumenn framkvæmdu leit í hjólhýsi og bifreið. Við leitina fannst töluvert magn ætlaðrar fíkniefna. 17. júlí 2019 01:58 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Kona á þrítugsaldri og maður á fertugsaldri voru handtekin í gærkvöldi í hjólhýsi á Skagaströnd en lögregla þurfti húsleitarheimild til að komast inn í hjólhýsið og handtaka fólkið þar sem þau sinntu ekki fyrirmælum lögreglu um að opna. Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir að fólkið hafi ekki verið vel áttað. Maðurinn streittist á móti handtöku og þá úðaði parið piparúða á lögreglu. Við leit fundust einhverjir tugir gramma af fíkniefnum sem lögregla telur að séu amfetamín og kókaín. Grunur leikur á að efnin hafi verið ætluð til sölu. Lögreglan kom fyrst á staðinn um klukkan sex í gærkvöldi en komst svo inn í hjólhýsið um klukkan 22. „Við fengum upplýsingar um það að bíl hefði verið stolið í Reykjavík og hann væri jafnvel á Skagaströnd. Svo sást hann á Skagaströnd í gær og þá var bara keyrt á málið. Þau læstu sig inni í hjólhýsinu og hleyptu okkur ekki inn þrátt fyrir að við værum búin að berja þar í nokkra klukkutíma. Við fengum svo heimild til þess að fara inn, húsleitarheimild hjá héraðsdómi Norðurlands vestra. Þau voru þarna inni í hjólhýsinu og við þurftum að ryðjast inn. Þau úðuðu á móti okkur með piparúða en við héldum að það væri gas,“ segir Vilhjálmur. Lögreglan braut því rúður á hjólhýsinu af ótta við að það yrði gassprenging. Vilhjálmur segir að ekki hafi enn verið tekin skýrsla af fólkinu en að það verði gert síðar í dag. Þau eru grunuð um þjófnað en ætlað þýfi fannst í hjólhýsinu. Þá eru þau grunuð um vopnalagabrot og brot gegn valdstjórninni. Að auki fundust fíkniefni eins og áður segir og tæki á og áhöld til fíkniefnaneyslu.
Lögreglumál Skagaströnd Tengdar fréttir Beittu táragasi gegn lögreglumönnum Tveir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi vestra í kvöld eftir að lögreglumenn framkvæmdu leit í hjólhýsi og bifreið. Við leitina fannst töluvert magn ætlaðrar fíkniefna. 17. júlí 2019 01:58 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Beittu táragasi gegn lögreglumönnum Tveir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi vestra í kvöld eftir að lögreglumenn framkvæmdu leit í hjólhýsi og bifreið. Við leitina fannst töluvert magn ætlaðrar fíkniefna. 17. júlí 2019 01:58