Nýr Sólvangur opnaður við hátíðlega athöfn Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2019 18:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, við opnunina í dag. Mynd/Aðsend Nýtt sextíu rýma hjúkrunarheimili í Hafnarfirði, sem leysir gamla Sólvang af hólmi, var formlega opnað í dag. Ráðgert er að fyrstu íbúarnir flytji inn í byrjun ágúst. Gamli Sólvangur mun áfram gegna hlutverki í þágu aldraðra, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. „Þetta er stór dagur fyrir Hafnfirðinga og nærsveitunga og gleðidagur fyrir okkur öll sem brennum fyrir bættri þjónustu og aðbúnaði fyrir aldraða,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við opnun heimilisins í dag. Nýi Sólvangur er byggður samkvæmt svokallaðri leiguleið sem felur í sér að Hafnarfjarðarbær hefur annast framkvæmdina að öllu leyti. Fjármögnun framkvæmdanna byggist á samningi milli ríkisins og bæjarfélagsins um greiðslur til fjörutíu ára. Sóltún öldrunarþjónusta ehf. mun annast rekstur nýja hjúkrunarheimilisins samkvæmt niðurstöðu útboðs sem Sjúkratryggingar Íslands efndu til. Sóltún mun einnig sjá um rekstur 14 dagdvalarrýma sem rekin eru í húsnæði gamla Sólvangs. Í tilkynningu er einnig fjallað um að enn sé mikiLL skortur á hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu. Vonast er til þess að fyrirhuguð opnun hjúkrunarheimilis með 99 hjúkrunaríbúðum við Sléttuveg í Fossvogi verði breyting til hins betra í því samhengi. „Áður en ráðist verður í gagngerar endurbætur á gamla Sólvangi hefur því verið ákveðið að fela Sóltúni ehf. að reka þar tímabundið 38 hjúkrunarrými fram að opnun heimilisins við Sléttuveg,“ segir í tilkynningu.Ný dvalarrými fyrir fólk með heilabilun Í dag veitti ráðherra Hafnarfjarðarbæ jafnframt rekstrarheimild fyrir tólf nýjum dagdvalarrýmum fyrir fólk með heilabilun. Hafnarfjarðarbær mun útvega húsnæði fyrir reksturinn og ábyrgjast að þjónusta við notendur verði veitt á faglegum grunni í samræmi við þarfir fólks með alzheimer og aðra minnissjúkdóma, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Leitað verður eftir samvinnu við Alzheimersamtökin sem faglegum bakhjarli þjónustunnar. Ráðherra tilkynnti um ákvörðun sína við opnun nýja hjúkrunarheimilisins Sólvangs í Hafnarfirði síðdegis í dag. Ráðherra segist afar ánægð með að hafa getað orðið við ósk bæjarfélagsins um að auka þessa mikilvægu þjónustu, því þörfin sé brýn. „Bætt heilbrigðisþjónusta við aldraða samhliða stórsókn í fjölgun hjúkrunar- og dagdvalarrýma er áherslumál sem ég hef sett í sérstakan forgang. Vinna við stefnumótun í málefnum fólks með heilabilun er komin vel á veg og það er alveg ljóst að fjölgun sérhæfðra dagdvalarrýma fyrir fólk með alzheimer og aðra minnissjúkdóma felur í sér mikla bót fyrir þennan sjúklingahóp og aðstandendur þeirra,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Í Hafnarfirði hefur verið rekin sértæk dagdvöl fyrir fólk með heilabilun frá árinu 2006 í Drafnarhúsi. Hafnarfjararbær hefur lagt til húsnæði en Alzheimersamtökin hafa séð um reksturinn. Drög að stefnu í málefnum einstaklinga með heilabilun voru birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda 24. júní síðastliðinn og rennur umsagnarfrestur út 1. september næstkomandi. Hafnarfjörður Heilbrigðismál Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Nýtt sextíu rýma hjúkrunarheimili í Hafnarfirði, sem leysir gamla Sólvang af hólmi, var formlega opnað í dag. Ráðgert er að fyrstu íbúarnir flytji inn í byrjun ágúst. Gamli Sólvangur mun áfram gegna hlutverki í þágu aldraðra, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. „Þetta er stór dagur fyrir Hafnfirðinga og nærsveitunga og gleðidagur fyrir okkur öll sem brennum fyrir bættri þjónustu og aðbúnaði fyrir aldraða,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við opnun heimilisins í dag. Nýi Sólvangur er byggður samkvæmt svokallaðri leiguleið sem felur í sér að Hafnarfjarðarbær hefur annast framkvæmdina að öllu leyti. Fjármögnun framkvæmdanna byggist á samningi milli ríkisins og bæjarfélagsins um greiðslur til fjörutíu ára. Sóltún öldrunarþjónusta ehf. mun annast rekstur nýja hjúkrunarheimilisins samkvæmt niðurstöðu útboðs sem Sjúkratryggingar Íslands efndu til. Sóltún mun einnig sjá um rekstur 14 dagdvalarrýma sem rekin eru í húsnæði gamla Sólvangs. Í tilkynningu er einnig fjallað um að enn sé mikiLL skortur á hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu. Vonast er til þess að fyrirhuguð opnun hjúkrunarheimilis með 99 hjúkrunaríbúðum við Sléttuveg í Fossvogi verði breyting til hins betra í því samhengi. „Áður en ráðist verður í gagngerar endurbætur á gamla Sólvangi hefur því verið ákveðið að fela Sóltúni ehf. að reka þar tímabundið 38 hjúkrunarrými fram að opnun heimilisins við Sléttuveg,“ segir í tilkynningu.Ný dvalarrými fyrir fólk með heilabilun Í dag veitti ráðherra Hafnarfjarðarbæ jafnframt rekstrarheimild fyrir tólf nýjum dagdvalarrýmum fyrir fólk með heilabilun. Hafnarfjarðarbær mun útvega húsnæði fyrir reksturinn og ábyrgjast að þjónusta við notendur verði veitt á faglegum grunni í samræmi við þarfir fólks með alzheimer og aðra minnissjúkdóma, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Leitað verður eftir samvinnu við Alzheimersamtökin sem faglegum bakhjarli þjónustunnar. Ráðherra tilkynnti um ákvörðun sína við opnun nýja hjúkrunarheimilisins Sólvangs í Hafnarfirði síðdegis í dag. Ráðherra segist afar ánægð með að hafa getað orðið við ósk bæjarfélagsins um að auka þessa mikilvægu þjónustu, því þörfin sé brýn. „Bætt heilbrigðisþjónusta við aldraða samhliða stórsókn í fjölgun hjúkrunar- og dagdvalarrýma er áherslumál sem ég hef sett í sérstakan forgang. Vinna við stefnumótun í málefnum fólks með heilabilun er komin vel á veg og það er alveg ljóst að fjölgun sérhæfðra dagdvalarrýma fyrir fólk með alzheimer og aðra minnissjúkdóma felur í sér mikla bót fyrir þennan sjúklingahóp og aðstandendur þeirra,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Í Hafnarfirði hefur verið rekin sértæk dagdvöl fyrir fólk með heilabilun frá árinu 2006 í Drafnarhúsi. Hafnarfjararbær hefur lagt til húsnæði en Alzheimersamtökin hafa séð um reksturinn. Drög að stefnu í málefnum einstaklinga með heilabilun voru birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda 24. júní síðastliðinn og rennur umsagnarfrestur út 1. september næstkomandi.
Hafnarfjörður Heilbrigðismál Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?