Lífið

Bradley Cooper og Irina Shayk með sameiginlegt forræði

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Bradley Cooper og Irina Shayk meðan allt lék í lyndi.
Bradley Cooper og Irina Shayk meðan allt lék í lyndi. Vísir/Getty

Leikarinn Bradley Cooper og fyrirsætan Irina Shayk hafa gert óformlegt samkomulag um forræði dóttur sinnar, en parið sleit sambandi sínu í síðasta mánuði.

Samkvæmt heimildum bandaríska slúðurmiðilsins TMZ hefur parið fyrrverandi samþykkt að búa í sömu borg, New York, og deila forræði yfir tveggja ára dóttur sinni, Lea De Seine Shayk Cooper, jafnt á milli sín.

TMZ heldur því einnig fram að samkomulag Cooper og Shayk sé hvergi til á rituðu formi, heldur sé samkomulagið munnlegt. Þetta sé til marks um að parið treysti hvort öðru til þess að halda samkomulagið í heiðri.

Sambandsslit þeirra Shayk og Cooper þóttu stórar fréttir í Hollywood en áður en parið hætti saman var á kreiki orðrómur þess efnis að Cooper og Lady Gaga væru að gera hosur sínar grænar fyrir hvort öðru. Orsakaðist orðrómurinn af því að mörgum þótti neista á milli þeirra tveggja í myndinni A Star is Born og ýmsu kynningarefni í kringum þá mynd. Sambandsslit Cooper og Shayk voru ekki til þess að draga úr hávaða þess orðsóms.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.