Innlent

Nafn starfsmanns Vegagerðarinnar sem lést

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slysið varð þann 27. júní.
Slysið varð þann 27. júní. Vísir
Maðurinn sem lést af slysförum þann 27. júní síðastliðinn þegar veghefill fór út af veginum upp á Ingjaldssandsvegi, Sandsheiði í Gerðhamarsdal, á Vestfjörðum hét Guðmundur S. Ásgeirsson. Hann var 57 ára gamall ekkjumaður.

Hann lætur eftir sig þrjá uppkomna syni, tvær tengdadætur og þrjú barnabörn að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Synir hins látna vilja koma á framfæri þökkum til samstarfsmanna föður þeirra hjá Vegagerðinni sem og öllum viðbragðsaðilum sem komu að atvikinu.


Tengdar fréttir

Banaslys á Ingjaldssandsvegi

Stjórnandi veghefils sem var við störf á Ingjaldssandvegi á Sandheiði í Gerðhamradal á Vestfjörðum lést í gær þegar veghefillinn hafnaði utan vegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×