Júlíspá Siggu Kling - Meyjan: Ekki láta drauma annarra hafa áhrif á þig Sigga Kling skrifar 5. júlí 2019 09:00 Elsku Meyjan mín, þú magnaða sál og meiriháttar týpa, þú ert svo mikill bardagamaður í eðli þínu og þolir alls ekki að tapa, berst fyrir hugsjónum þínum og sannfæringu og leyfir öðrum að deila með þér þegar árangri er náð, þess vegna ertu svo vinamörg. Þú skalt alveg sleppa því að láta annarra manna drama hafa áhrif á þig, því þú átt það til að sveiflast og tengja þig erfiðleikum annarra og þá sérðu allt í miklu neikvæðara ljósi. Það er svo mikilvægt þú gerir upp hug þinn um hvað þú vilt því þá getur enginn fengið þig til að skipta um skoðun. Þetta tímabil sem þú ert að fara inn í núna róar þig og nærir andlega og innsæi þitt verður sterkara; þú finnur á þér hvernig þú ætlar að leysa þessa krossgátu sem er fyrir framan þig. Það er eins og að svörin komi upp í hendurnar á þér, svör við því sem hefur verið falið og þú átt eftir að finna sterkara afl til þess að láta það sem þig raunverulega langar til að rætast. Þú átt samt sem áður að fara þér hægt og rólega, því tíminn mun vinna með þér, haustið verður uppskeruhátíð og gefur þér möguleika á betri heimilisaðstæðum og öryggi og þá muntu virkilega njóta þín. Þín einlæga, tignarlega og töfrandi framkoma mun laða að sér það sem þér finnst þig vanta, en skoðaðu fyrst hversu margt og mikið þú hefur og þakkaðu fyrir það, því eftir því sem þú þakkar meira fyrir það sem þú hefur nú þegar opnast óendanlegar gáttir og til þín streyma endalausar gjafir. Mörgum finnst erfitt að átta sig á Meyjunni því það er eins og hún sé með prik í rassinum, alveg að drepast úr stífni, en þú ert svo sannarlega týpan sem reddar öllu, bjargar partýinu og kemur öllum endalaust á óvart. Knús og kveðja, þín Sigga KlingGylfi, Manúela, Anníe, Beyoncé, Skúli og Ari.Vísir/Getty/FBLMeyja 23. ágúst - 22. septemberManuela Ósk fyrirsæta, 29. ágúst Edda Björgvinsdóttir leikkona, 13. september Beyoncé Knowles söngkona, 4. september Gylfi Þór Sigurðsson, fótboltamaður, 8. september Eiður Smári Guðjohnsen, fótboltamaður, 15. september Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, 7. september Annie Mist crossfittari, 18. september Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður, 29. ágúst Sema Erla Serdar, baráttukona, 4. september Raggi Bjarna, söngvari, 22. september Skúli Mogensen, athafnamaður, 18. september Ari Eldjárn, grínisti, 5. september Sara Sigmundsdóttir, Crossfit-stjarna, 12. september Elín Margrét Böðvarsdóttir, fréttakona, 27. ágúst Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Elsku Meyjan mín, þú magnaða sál og meiriháttar týpa, þú ert svo mikill bardagamaður í eðli þínu og þolir alls ekki að tapa, berst fyrir hugsjónum þínum og sannfæringu og leyfir öðrum að deila með þér þegar árangri er náð, þess vegna ertu svo vinamörg. Þú skalt alveg sleppa því að láta annarra manna drama hafa áhrif á þig, því þú átt það til að sveiflast og tengja þig erfiðleikum annarra og þá sérðu allt í miklu neikvæðara ljósi. Það er svo mikilvægt þú gerir upp hug þinn um hvað þú vilt því þá getur enginn fengið þig til að skipta um skoðun. Þetta tímabil sem þú ert að fara inn í núna róar þig og nærir andlega og innsæi þitt verður sterkara; þú finnur á þér hvernig þú ætlar að leysa þessa krossgátu sem er fyrir framan þig. Það er eins og að svörin komi upp í hendurnar á þér, svör við því sem hefur verið falið og þú átt eftir að finna sterkara afl til þess að láta það sem þig raunverulega langar til að rætast. Þú átt samt sem áður að fara þér hægt og rólega, því tíminn mun vinna með þér, haustið verður uppskeruhátíð og gefur þér möguleika á betri heimilisaðstæðum og öryggi og þá muntu virkilega njóta þín. Þín einlæga, tignarlega og töfrandi framkoma mun laða að sér það sem þér finnst þig vanta, en skoðaðu fyrst hversu margt og mikið þú hefur og þakkaðu fyrir það, því eftir því sem þú þakkar meira fyrir það sem þú hefur nú þegar opnast óendanlegar gáttir og til þín streyma endalausar gjafir. Mörgum finnst erfitt að átta sig á Meyjunni því það er eins og hún sé með prik í rassinum, alveg að drepast úr stífni, en þú ert svo sannarlega týpan sem reddar öllu, bjargar partýinu og kemur öllum endalaust á óvart. Knús og kveðja, þín Sigga KlingGylfi, Manúela, Anníe, Beyoncé, Skúli og Ari.Vísir/Getty/FBLMeyja 23. ágúst - 22. septemberManuela Ósk fyrirsæta, 29. ágúst Edda Björgvinsdóttir leikkona, 13. september Beyoncé Knowles söngkona, 4. september Gylfi Þór Sigurðsson, fótboltamaður, 8. september Eiður Smári Guðjohnsen, fótboltamaður, 15. september Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, 7. september Annie Mist crossfittari, 18. september Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður, 29. ágúst Sema Erla Serdar, baráttukona, 4. september Raggi Bjarna, söngvari, 22. september Skúli Mogensen, athafnamaður, 18. september Ari Eldjárn, grínisti, 5. september Sara Sigmundsdóttir, Crossfit-stjarna, 12. september Elín Margrét Böðvarsdóttir, fréttakona, 27. ágúst
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira