Júlíspá Siggu Kling - Meyjan: Ekki láta drauma annarra hafa áhrif á þig Sigga Kling skrifar 5. júlí 2019 09:00 Elsku Meyjan mín, þú magnaða sál og meiriháttar týpa, þú ert svo mikill bardagamaður í eðli þínu og þolir alls ekki að tapa, berst fyrir hugsjónum þínum og sannfæringu og leyfir öðrum að deila með þér þegar árangri er náð, þess vegna ertu svo vinamörg. Þú skalt alveg sleppa því að láta annarra manna drama hafa áhrif á þig, því þú átt það til að sveiflast og tengja þig erfiðleikum annarra og þá sérðu allt í miklu neikvæðara ljósi. Það er svo mikilvægt þú gerir upp hug þinn um hvað þú vilt því þá getur enginn fengið þig til að skipta um skoðun. Þetta tímabil sem þú ert að fara inn í núna róar þig og nærir andlega og innsæi þitt verður sterkara; þú finnur á þér hvernig þú ætlar að leysa þessa krossgátu sem er fyrir framan þig. Það er eins og að svörin komi upp í hendurnar á þér, svör við því sem hefur verið falið og þú átt eftir að finna sterkara afl til þess að láta það sem þig raunverulega langar til að rætast. Þú átt samt sem áður að fara þér hægt og rólega, því tíminn mun vinna með þér, haustið verður uppskeruhátíð og gefur þér möguleika á betri heimilisaðstæðum og öryggi og þá muntu virkilega njóta þín. Þín einlæga, tignarlega og töfrandi framkoma mun laða að sér það sem þér finnst þig vanta, en skoðaðu fyrst hversu margt og mikið þú hefur og þakkaðu fyrir það, því eftir því sem þú þakkar meira fyrir það sem þú hefur nú þegar opnast óendanlegar gáttir og til þín streyma endalausar gjafir. Mörgum finnst erfitt að átta sig á Meyjunni því það er eins og hún sé með prik í rassinum, alveg að drepast úr stífni, en þú ert svo sannarlega týpan sem reddar öllu, bjargar partýinu og kemur öllum endalaust á óvart. Knús og kveðja, þín Sigga KlingGylfi, Manúela, Anníe, Beyoncé, Skúli og Ari.Vísir/Getty/FBLMeyja 23. ágúst - 22. septemberManuela Ósk fyrirsæta, 29. ágúst Edda Björgvinsdóttir leikkona, 13. september Beyoncé Knowles söngkona, 4. september Gylfi Þór Sigurðsson, fótboltamaður, 8. september Eiður Smári Guðjohnsen, fótboltamaður, 15. september Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, 7. september Annie Mist crossfittari, 18. september Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður, 29. ágúst Sema Erla Serdar, baráttukona, 4. september Raggi Bjarna, söngvari, 22. september Skúli Mogensen, athafnamaður, 18. september Ari Eldjárn, grínisti, 5. september Sara Sigmundsdóttir, Crossfit-stjarna, 12. september Elín Margrét Böðvarsdóttir, fréttakona, 27. ágúst Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Elsku Meyjan mín, þú magnaða sál og meiriháttar týpa, þú ert svo mikill bardagamaður í eðli þínu og þolir alls ekki að tapa, berst fyrir hugsjónum þínum og sannfæringu og leyfir öðrum að deila með þér þegar árangri er náð, þess vegna ertu svo vinamörg. Þú skalt alveg sleppa því að láta annarra manna drama hafa áhrif á þig, því þú átt það til að sveiflast og tengja þig erfiðleikum annarra og þá sérðu allt í miklu neikvæðara ljósi. Það er svo mikilvægt þú gerir upp hug þinn um hvað þú vilt því þá getur enginn fengið þig til að skipta um skoðun. Þetta tímabil sem þú ert að fara inn í núna róar þig og nærir andlega og innsæi þitt verður sterkara; þú finnur á þér hvernig þú ætlar að leysa þessa krossgátu sem er fyrir framan þig. Það er eins og að svörin komi upp í hendurnar á þér, svör við því sem hefur verið falið og þú átt eftir að finna sterkara afl til þess að láta það sem þig raunverulega langar til að rætast. Þú átt samt sem áður að fara þér hægt og rólega, því tíminn mun vinna með þér, haustið verður uppskeruhátíð og gefur þér möguleika á betri heimilisaðstæðum og öryggi og þá muntu virkilega njóta þín. Þín einlæga, tignarlega og töfrandi framkoma mun laða að sér það sem þér finnst þig vanta, en skoðaðu fyrst hversu margt og mikið þú hefur og þakkaðu fyrir það, því eftir því sem þú þakkar meira fyrir það sem þú hefur nú þegar opnast óendanlegar gáttir og til þín streyma endalausar gjafir. Mörgum finnst erfitt að átta sig á Meyjunni því það er eins og hún sé með prik í rassinum, alveg að drepast úr stífni, en þú ert svo sannarlega týpan sem reddar öllu, bjargar partýinu og kemur öllum endalaust á óvart. Knús og kveðja, þín Sigga KlingGylfi, Manúela, Anníe, Beyoncé, Skúli og Ari.Vísir/Getty/FBLMeyja 23. ágúst - 22. septemberManuela Ósk fyrirsæta, 29. ágúst Edda Björgvinsdóttir leikkona, 13. september Beyoncé Knowles söngkona, 4. september Gylfi Þór Sigurðsson, fótboltamaður, 8. september Eiður Smári Guðjohnsen, fótboltamaður, 15. september Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, 7. september Annie Mist crossfittari, 18. september Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður, 29. ágúst Sema Erla Serdar, baráttukona, 4. september Raggi Bjarna, söngvari, 22. september Skúli Mogensen, athafnamaður, 18. september Ari Eldjárn, grínisti, 5. september Sara Sigmundsdóttir, Crossfit-stjarna, 12. september Elín Margrét Böðvarsdóttir, fréttakona, 27. ágúst
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira