Minni offita, færri krabbameinstilfelli Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2019 18:45 Ef aðgerðaáætlun Embættis landlæknis verður að veruleika mun verð á sælgæti og gosdrykkjum hækka um 20 prósent. Fréttablaðið/Pjetur Offita veldur nú fleiri tilvikum algengra krabbameina í Bretlandi en reykingar. Þúsund færri krabbameinstilfelli kæmu upp á Íslandi ef dregið yrði úr ofþyngd landsmanna og segir framkvæmdastjóri hjá Krabbameinsfélaginu að sykurskattur geti þannig komið að góðum notum í baráttunni við krabbamein.Ný rannsókn bresku krabbameinssamtakanna bendir til að þegar krabbamein finnst í þörmum, nýrum, eggjastokkum og lifur er líklegra að það megi rekja til offitu frekar en annarra áhættuþátta eins og reykinga. Því er áætlað að ofþyngd muni leggja þyngri byrðar á breskt heilbrigðiskerfi en reykingar á komandi áratugum, enda séu Bretar í ofþyngd rúmlega tvöfalt fleiri en reykingafólk. Tengsl ofþyngdar og krabbameina eru einnig vel þekkt hér á landi. Offita hefur lengi verið næst algengasti krabbameinsvaldurinn á Íslandi og getur offþyngd orsakað krabbamein í alls 13 líffærum, mest munar þar um krabbamein í ristli, brjóstum og legi kvenna, nýrum, endaþarmi, lifur og brisi. Það er ekki síst af þeim sökum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur tekið undir hugmyndir Landlæknis um sykurskatt enda geti baráttan við offitu aðstoðað í baráttunni við krabbamein. Meðfram skattahækkun á sykraðar drykkjarvörur er lagt til að lækka álögur á hollustu á móti.Sjá einnig: Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Samnorræn rannsókn leiddi í ljós að hægt væri að koma í veg fyrir 13 prósent krabbameinstilfella á Íslandi á næstu 30 árum ef enginn Íslendingur væri í offþyngd, eða alls 3000 tilfelli. Þar af myndu 700 konur ekki fá brjóstakrabbamein, tæplega 600 einstaklingar myndu sleppa við krabbamein í ristli og um 500 fengju ekki nýrnakrabbamein.Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu.Offita brenglar líkamsstarfsemi Það er þó óraunhæft að gera ráð fyrir útrýmingu ofþyngdar á næstu árum, ef hægt væri að minnka hana um helming myndi krabbameinstilvikum fækka um þúsund á næstu 20 árum. Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu segir að þó svo að í ýmsum mat sé að finna krabbameinsvalda sé það ekki síst fitaukningin sem sé varasöm. „Samband offitu og krabbameins er vegna fituaukningarinnar sjálfrar, það myndast öðruvísi hormónar og efni í líkamanum þegar það er mikið magn af fitu í líkamanum,“ segir Laufey Tryggvadóttir. Hún segir liggja ljóst fyrir að mikið myndi ávinnast í lýðheilsumálum þjóðarinnar, takist henni að draga úr offitu. Í þeim efnum sé betra að grípa inn í fyrr en síðar. „Það er orðið vel þekkt að það er mjög erfitt að grenna sig en auðveldara að koma í veg fyrir að maður fitni meira. Þess vegna er svo mikilvægt að passa að maður fitni ekki meira, að börnin eða unglingarnir fitni ekki, það er mjög stórt lýðheilsumál.“ Og sykurskatturinn getur aðstoðað við það?„Já, hann getur aðstoðað við það. Það hefur sýnt sig að hann hefur haft góð áhrif þar sem hann hefur verið tekinn upp,“ segir Laufey, og vísar þar til þeirra 46 ríkja og borga sem hafa hækkað álögur á sykraðar vörur. Heilbrigðismál Skattar og tollar Vísindi Tengdar fréttir Sykurskatturinn sterkur gegn krabbameinum af völdum offitu Offita veldur nú fleiri tilvikum algengra krabbameina í Bretlandi en reykingar samkvæmt samtökunum Cancer Research UK. 3. júlí 2019 13:30 Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15 Sykurskatturinn hjálpar til að draga úr líkum á krabbameini Krabbameinsfélagið styður hugmyndir ráðherra um sérstakan sykurskatt á gosdrykki og sælgæti. Segir næringarfræðingur að það megi koma í veg fyrir að þúsund manns fái krabbamein á næstu 30 árum. 29. júní 2019 08:30 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Offita veldur nú fleiri tilvikum algengra krabbameina í Bretlandi en reykingar. Þúsund færri krabbameinstilfelli kæmu upp á Íslandi ef dregið yrði úr ofþyngd landsmanna og segir framkvæmdastjóri hjá Krabbameinsfélaginu að sykurskattur geti þannig komið að góðum notum í baráttunni við krabbamein.Ný rannsókn bresku krabbameinssamtakanna bendir til að þegar krabbamein finnst í þörmum, nýrum, eggjastokkum og lifur er líklegra að það megi rekja til offitu frekar en annarra áhættuþátta eins og reykinga. Því er áætlað að ofþyngd muni leggja þyngri byrðar á breskt heilbrigðiskerfi en reykingar á komandi áratugum, enda séu Bretar í ofþyngd rúmlega tvöfalt fleiri en reykingafólk. Tengsl ofþyngdar og krabbameina eru einnig vel þekkt hér á landi. Offita hefur lengi verið næst algengasti krabbameinsvaldurinn á Íslandi og getur offþyngd orsakað krabbamein í alls 13 líffærum, mest munar þar um krabbamein í ristli, brjóstum og legi kvenna, nýrum, endaþarmi, lifur og brisi. Það er ekki síst af þeim sökum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur tekið undir hugmyndir Landlæknis um sykurskatt enda geti baráttan við offitu aðstoðað í baráttunni við krabbamein. Meðfram skattahækkun á sykraðar drykkjarvörur er lagt til að lækka álögur á hollustu á móti.Sjá einnig: Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Samnorræn rannsókn leiddi í ljós að hægt væri að koma í veg fyrir 13 prósent krabbameinstilfella á Íslandi á næstu 30 árum ef enginn Íslendingur væri í offþyngd, eða alls 3000 tilfelli. Þar af myndu 700 konur ekki fá brjóstakrabbamein, tæplega 600 einstaklingar myndu sleppa við krabbamein í ristli og um 500 fengju ekki nýrnakrabbamein.Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu.Offita brenglar líkamsstarfsemi Það er þó óraunhæft að gera ráð fyrir útrýmingu ofþyngdar á næstu árum, ef hægt væri að minnka hana um helming myndi krabbameinstilvikum fækka um þúsund á næstu 20 árum. Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu segir að þó svo að í ýmsum mat sé að finna krabbameinsvalda sé það ekki síst fitaukningin sem sé varasöm. „Samband offitu og krabbameins er vegna fituaukningarinnar sjálfrar, það myndast öðruvísi hormónar og efni í líkamanum þegar það er mikið magn af fitu í líkamanum,“ segir Laufey Tryggvadóttir. Hún segir liggja ljóst fyrir að mikið myndi ávinnast í lýðheilsumálum þjóðarinnar, takist henni að draga úr offitu. Í þeim efnum sé betra að grípa inn í fyrr en síðar. „Það er orðið vel þekkt að það er mjög erfitt að grenna sig en auðveldara að koma í veg fyrir að maður fitni meira. Þess vegna er svo mikilvægt að passa að maður fitni ekki meira, að börnin eða unglingarnir fitni ekki, það er mjög stórt lýðheilsumál.“ Og sykurskatturinn getur aðstoðað við það?„Já, hann getur aðstoðað við það. Það hefur sýnt sig að hann hefur haft góð áhrif þar sem hann hefur verið tekinn upp,“ segir Laufey, og vísar þar til þeirra 46 ríkja og borga sem hafa hækkað álögur á sykraðar vörur.
Heilbrigðismál Skattar og tollar Vísindi Tengdar fréttir Sykurskatturinn sterkur gegn krabbameinum af völdum offitu Offita veldur nú fleiri tilvikum algengra krabbameina í Bretlandi en reykingar samkvæmt samtökunum Cancer Research UK. 3. júlí 2019 13:30 Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15 Sykurskatturinn hjálpar til að draga úr líkum á krabbameini Krabbameinsfélagið styður hugmyndir ráðherra um sérstakan sykurskatt á gosdrykki og sælgæti. Segir næringarfræðingur að það megi koma í veg fyrir að þúsund manns fái krabbamein á næstu 30 árum. 29. júní 2019 08:30 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Sykurskatturinn sterkur gegn krabbameinum af völdum offitu Offita veldur nú fleiri tilvikum algengra krabbameina í Bretlandi en reykingar samkvæmt samtökunum Cancer Research UK. 3. júlí 2019 13:30
Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15
Sykurskatturinn hjálpar til að draga úr líkum á krabbameini Krabbameinsfélagið styður hugmyndir ráðherra um sérstakan sykurskatt á gosdrykki og sælgæti. Segir næringarfræðingur að það megi koma í veg fyrir að þúsund manns fái krabbamein á næstu 30 árum. 29. júní 2019 08:30