Minni offita, færri krabbameinstilfelli Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2019 18:45 Ef aðgerðaáætlun Embættis landlæknis verður að veruleika mun verð á sælgæti og gosdrykkjum hækka um 20 prósent. Fréttablaðið/Pjetur Offita veldur nú fleiri tilvikum algengra krabbameina í Bretlandi en reykingar. Þúsund færri krabbameinstilfelli kæmu upp á Íslandi ef dregið yrði úr ofþyngd landsmanna og segir framkvæmdastjóri hjá Krabbameinsfélaginu að sykurskattur geti þannig komið að góðum notum í baráttunni við krabbamein.Ný rannsókn bresku krabbameinssamtakanna bendir til að þegar krabbamein finnst í þörmum, nýrum, eggjastokkum og lifur er líklegra að það megi rekja til offitu frekar en annarra áhættuþátta eins og reykinga. Því er áætlað að ofþyngd muni leggja þyngri byrðar á breskt heilbrigðiskerfi en reykingar á komandi áratugum, enda séu Bretar í ofþyngd rúmlega tvöfalt fleiri en reykingafólk. Tengsl ofþyngdar og krabbameina eru einnig vel þekkt hér á landi. Offita hefur lengi verið næst algengasti krabbameinsvaldurinn á Íslandi og getur offþyngd orsakað krabbamein í alls 13 líffærum, mest munar þar um krabbamein í ristli, brjóstum og legi kvenna, nýrum, endaþarmi, lifur og brisi. Það er ekki síst af þeim sökum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur tekið undir hugmyndir Landlæknis um sykurskatt enda geti baráttan við offitu aðstoðað í baráttunni við krabbamein. Meðfram skattahækkun á sykraðar drykkjarvörur er lagt til að lækka álögur á hollustu á móti.Sjá einnig: Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Samnorræn rannsókn leiddi í ljós að hægt væri að koma í veg fyrir 13 prósent krabbameinstilfella á Íslandi á næstu 30 árum ef enginn Íslendingur væri í offþyngd, eða alls 3000 tilfelli. Þar af myndu 700 konur ekki fá brjóstakrabbamein, tæplega 600 einstaklingar myndu sleppa við krabbamein í ristli og um 500 fengju ekki nýrnakrabbamein.Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu.Offita brenglar líkamsstarfsemi Það er þó óraunhæft að gera ráð fyrir útrýmingu ofþyngdar á næstu árum, ef hægt væri að minnka hana um helming myndi krabbameinstilvikum fækka um þúsund á næstu 20 árum. Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu segir að þó svo að í ýmsum mat sé að finna krabbameinsvalda sé það ekki síst fitaukningin sem sé varasöm. „Samband offitu og krabbameins er vegna fituaukningarinnar sjálfrar, það myndast öðruvísi hormónar og efni í líkamanum þegar það er mikið magn af fitu í líkamanum,“ segir Laufey Tryggvadóttir. Hún segir liggja ljóst fyrir að mikið myndi ávinnast í lýðheilsumálum þjóðarinnar, takist henni að draga úr offitu. Í þeim efnum sé betra að grípa inn í fyrr en síðar. „Það er orðið vel þekkt að það er mjög erfitt að grenna sig en auðveldara að koma í veg fyrir að maður fitni meira. Þess vegna er svo mikilvægt að passa að maður fitni ekki meira, að börnin eða unglingarnir fitni ekki, það er mjög stórt lýðheilsumál.“ Og sykurskatturinn getur aðstoðað við það?„Já, hann getur aðstoðað við það. Það hefur sýnt sig að hann hefur haft góð áhrif þar sem hann hefur verið tekinn upp,“ segir Laufey, og vísar þar til þeirra 46 ríkja og borga sem hafa hækkað álögur á sykraðar vörur. Heilbrigðismál Skattar og tollar Vísindi Tengdar fréttir Sykurskatturinn sterkur gegn krabbameinum af völdum offitu Offita veldur nú fleiri tilvikum algengra krabbameina í Bretlandi en reykingar samkvæmt samtökunum Cancer Research UK. 3. júlí 2019 13:30 Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15 Sykurskatturinn hjálpar til að draga úr líkum á krabbameini Krabbameinsfélagið styður hugmyndir ráðherra um sérstakan sykurskatt á gosdrykki og sælgæti. Segir næringarfræðingur að það megi koma í veg fyrir að þúsund manns fái krabbamein á næstu 30 árum. 29. júní 2019 08:30 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Offita veldur nú fleiri tilvikum algengra krabbameina í Bretlandi en reykingar. Þúsund færri krabbameinstilfelli kæmu upp á Íslandi ef dregið yrði úr ofþyngd landsmanna og segir framkvæmdastjóri hjá Krabbameinsfélaginu að sykurskattur geti þannig komið að góðum notum í baráttunni við krabbamein.Ný rannsókn bresku krabbameinssamtakanna bendir til að þegar krabbamein finnst í þörmum, nýrum, eggjastokkum og lifur er líklegra að það megi rekja til offitu frekar en annarra áhættuþátta eins og reykinga. Því er áætlað að ofþyngd muni leggja þyngri byrðar á breskt heilbrigðiskerfi en reykingar á komandi áratugum, enda séu Bretar í ofþyngd rúmlega tvöfalt fleiri en reykingafólk. Tengsl ofþyngdar og krabbameina eru einnig vel þekkt hér á landi. Offita hefur lengi verið næst algengasti krabbameinsvaldurinn á Íslandi og getur offþyngd orsakað krabbamein í alls 13 líffærum, mest munar þar um krabbamein í ristli, brjóstum og legi kvenna, nýrum, endaþarmi, lifur og brisi. Það er ekki síst af þeim sökum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur tekið undir hugmyndir Landlæknis um sykurskatt enda geti baráttan við offitu aðstoðað í baráttunni við krabbamein. Meðfram skattahækkun á sykraðar drykkjarvörur er lagt til að lækka álögur á hollustu á móti.Sjá einnig: Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Samnorræn rannsókn leiddi í ljós að hægt væri að koma í veg fyrir 13 prósent krabbameinstilfella á Íslandi á næstu 30 árum ef enginn Íslendingur væri í offþyngd, eða alls 3000 tilfelli. Þar af myndu 700 konur ekki fá brjóstakrabbamein, tæplega 600 einstaklingar myndu sleppa við krabbamein í ristli og um 500 fengju ekki nýrnakrabbamein.Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu.Offita brenglar líkamsstarfsemi Það er þó óraunhæft að gera ráð fyrir útrýmingu ofþyngdar á næstu árum, ef hægt væri að minnka hana um helming myndi krabbameinstilvikum fækka um þúsund á næstu 20 árum. Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu segir að þó svo að í ýmsum mat sé að finna krabbameinsvalda sé það ekki síst fitaukningin sem sé varasöm. „Samband offitu og krabbameins er vegna fituaukningarinnar sjálfrar, það myndast öðruvísi hormónar og efni í líkamanum þegar það er mikið magn af fitu í líkamanum,“ segir Laufey Tryggvadóttir. Hún segir liggja ljóst fyrir að mikið myndi ávinnast í lýðheilsumálum þjóðarinnar, takist henni að draga úr offitu. Í þeim efnum sé betra að grípa inn í fyrr en síðar. „Það er orðið vel þekkt að það er mjög erfitt að grenna sig en auðveldara að koma í veg fyrir að maður fitni meira. Þess vegna er svo mikilvægt að passa að maður fitni ekki meira, að börnin eða unglingarnir fitni ekki, það er mjög stórt lýðheilsumál.“ Og sykurskatturinn getur aðstoðað við það?„Já, hann getur aðstoðað við það. Það hefur sýnt sig að hann hefur haft góð áhrif þar sem hann hefur verið tekinn upp,“ segir Laufey, og vísar þar til þeirra 46 ríkja og borga sem hafa hækkað álögur á sykraðar vörur.
Heilbrigðismál Skattar og tollar Vísindi Tengdar fréttir Sykurskatturinn sterkur gegn krabbameinum af völdum offitu Offita veldur nú fleiri tilvikum algengra krabbameina í Bretlandi en reykingar samkvæmt samtökunum Cancer Research UK. 3. júlí 2019 13:30 Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15 Sykurskatturinn hjálpar til að draga úr líkum á krabbameini Krabbameinsfélagið styður hugmyndir ráðherra um sérstakan sykurskatt á gosdrykki og sælgæti. Segir næringarfræðingur að það megi koma í veg fyrir að þúsund manns fái krabbamein á næstu 30 árum. 29. júní 2019 08:30 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Sykurskatturinn sterkur gegn krabbameinum af völdum offitu Offita veldur nú fleiri tilvikum algengra krabbameina í Bretlandi en reykingar samkvæmt samtökunum Cancer Research UK. 3. júlí 2019 13:30
Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15
Sykurskatturinn hjálpar til að draga úr líkum á krabbameini Krabbameinsfélagið styður hugmyndir ráðherra um sérstakan sykurskatt á gosdrykki og sælgæti. Segir næringarfræðingur að það megi koma í veg fyrir að þúsund manns fái krabbamein á næstu 30 árum. 29. júní 2019 08:30