Lífið

Tom Hanks og Rita Wilson hvetja fólk til þess að sleppa kjöti á mánudögum

Sylvía Hall skrifar
Hjónin hafa verið gift í 31 ár.
Hjónin hafa verið gift í 31 ár. Vísir/Getty

Átak Bítilsins Paul McCartney sem gengur út á að hvetja fólk til þess að sleppa kjöti á mánudögum fagnar nú tíu ára afmæli. Átakið hefur á síðustu árum fengið byr undir báða vængi með aukinni umræðu um skaðleg áhrif kjötneyslu á umhverfið og nú hafa leikarahjónin Tom Hanks og Rita Wilson slegist í hópinn.

„Að vera án kjöts er gott fyrir plánetuna og dýrin sem við deilum henni með,“ segir Hanks í myndbandi sem eiginkona hans birti á Twitter. Hún bætir þá við að það sé einnig gott fyrir heilsuna.
Í myndbandinu óska þau átakinu til hamingju með tíu ára afmælið og þakka Paul McCartney, eiginkonu hans Nancy og dóttur þeirra Stellu fyrir framlag sitt til átaksins.

Í tilefni tíu ára afmælisins hefur átakið blásið til nýrrar vitundarvakningar á heimsvísu undir myllumerkinu #MFMCountMeIn sem hvetur frægt fólk, fyrirtæki, góðgerðasamtök, menntastofnanir og einstaklinga út um allan heim til þess að slást með í för og sleppa kjöti á mánudögum.

„Ekkert kjöt á mánudögum, það er reyndar mjög auðveldur og einfaldur hlutur til þess að framkvæma,“ segir Hanks að lokum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.