Faðir Beyoncé segir hana hafa hagnast á því að vera með ljósari húð Sylvía Hall skrifar 20. júní 2019 14:07 Mathew Knowles ásamt dóttur sinni Beyoncé. Vísir/Getty Mathew Knowles, faðir stjórstjörnunnar Beyoncé og fyrrum umboðsmaður hljómsveitarinnar Destiny‘s Child, segir feril dóttur sinnar hafa náð meira flugi en ferill annarra í hljómsveitinni vegna þess að hún er með ljósari húð. Þetta kemur fram á vef Variety. Mathew Knowles hefur kennt áfanga á háskólastigi þar sem málefni þeldökkra eru rannsökuð. Í áfanganum rannsakaði Knowles mismunun kvenna í tónlistarbransanum yfir fimmtán ára tímabil og komst að því að í flestum tilfellum gekk konum með ljósari húð betur en þeim sem voru dekkri yfirlitum. Í viðtali við The Clay Cane Show sagði Knowles margar stjörnur samtímans hafa hagnast af þessum mismuni, þar á meðal dóttir hans Beyoncé. Þá nefndi hann einnig Aliciu Keys, Mariuh Carey, Rihönnu og Nicki Minaj.Whitney Houston lést árið 2012, þá aðeins 48 ára.vísir/gettyLétu Whitney Houston virka ljósari yfirlitum „Í tónlistarbransanum er enn aðskilnaðarstefna,“ sagði Knowles og benti á að háttsettir innan tónlistarbransann væru enn með ákveðna hugmynd af því hvað þætti „fallegt“. „Ef þú horfir til baka til tímans þegar Whitney Houston var stórstjarna, hvernig þeir gerðu húð hennar ljósari til þess að láta hana virðast ljósari yfirlitum, það er vegna þess að það er þessi hugmynd um að því ljósari sem þú ert, því gáfaðari og fjárhagslega sterkari ertu,“ sagði Knowles í viðtalinu. Hann segir þennan mismun ekki einungis bundinn við fólk utan þess hóps heldur þekkist þetta vel á meðal þeirra sem sjálfir eru þeldökkir. Gott dæmi um það sé munur á velgengni Beyoncé og Kelly Rowland sem var með henni í Destiny‘s Child. „Hún er frábært dæmi. Það góða við það er að Kelly stóð sig frábærlega utan Bandaríkjanna, sérstaklega í Ástralíu. Kelly seldi yfir fjórar milljónir platna. Hún fór bara aðrar leiðir,“ sagði Knowles. Hollywood Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sjá meira
Mathew Knowles, faðir stjórstjörnunnar Beyoncé og fyrrum umboðsmaður hljómsveitarinnar Destiny‘s Child, segir feril dóttur sinnar hafa náð meira flugi en ferill annarra í hljómsveitinni vegna þess að hún er með ljósari húð. Þetta kemur fram á vef Variety. Mathew Knowles hefur kennt áfanga á háskólastigi þar sem málefni þeldökkra eru rannsökuð. Í áfanganum rannsakaði Knowles mismunun kvenna í tónlistarbransanum yfir fimmtán ára tímabil og komst að því að í flestum tilfellum gekk konum með ljósari húð betur en þeim sem voru dekkri yfirlitum. Í viðtali við The Clay Cane Show sagði Knowles margar stjörnur samtímans hafa hagnast af þessum mismuni, þar á meðal dóttir hans Beyoncé. Þá nefndi hann einnig Aliciu Keys, Mariuh Carey, Rihönnu og Nicki Minaj.Whitney Houston lést árið 2012, þá aðeins 48 ára.vísir/gettyLétu Whitney Houston virka ljósari yfirlitum „Í tónlistarbransanum er enn aðskilnaðarstefna,“ sagði Knowles og benti á að háttsettir innan tónlistarbransann væru enn með ákveðna hugmynd af því hvað þætti „fallegt“. „Ef þú horfir til baka til tímans þegar Whitney Houston var stórstjarna, hvernig þeir gerðu húð hennar ljósari til þess að láta hana virðast ljósari yfirlitum, það er vegna þess að það er þessi hugmynd um að því ljósari sem þú ert, því gáfaðari og fjárhagslega sterkari ertu,“ sagði Knowles í viðtalinu. Hann segir þennan mismun ekki einungis bundinn við fólk utan þess hóps heldur þekkist þetta vel á meðal þeirra sem sjálfir eru þeldökkir. Gott dæmi um það sé munur á velgengni Beyoncé og Kelly Rowland sem var með henni í Destiny‘s Child. „Hún er frábært dæmi. Það góða við það er að Kelly stóð sig frábærlega utan Bandaríkjanna, sérstaklega í Ástralíu. Kelly seldi yfir fjórar milljónir platna. Hún fór bara aðrar leiðir,“ sagði Knowles.
Hollywood Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sjá meira