Innlent

Guðlaugur Þór fundaði með yfirmanni njósnamála Bandaríkjanna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Daniel Coats, yfirmaður njósnamála Bandaríkjanna.
Daniel Coats, yfirmaður njósnamála Bandaríkjanna. Vísir/getty

Dan Coats, yfirmaður leyniþjónustumála Bandaríkjanna, kom við á Íslandi á leið sinni yfir Atlantshafið. Átti hann stuttan fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra þar sem þeir ræddu öryggismál í víðu samhengi, meðal annars á norðurslóðum, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

„Það er til marks um vaxandi góð samskipti Íslands og Bandaríkjanna að yfirmaður leyniþjónustumála Bandaríkjanna komi til fundar við okkur á þessu stutta stoppi sem hann átti hér,“ er haft eftir Guðlaugi Þór í tilkynningu.

Fyrr í júní fór fram fyrsti fundurinn í reglubundnu efnahagssamráði Íslands og Bandaríkjanna og síðar í mánuðinum munu embættismenn halda áfram viðræðum um viðskipti og fjárfestingar milli ríkjanna.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.