Tugþúsundir kölluðu eftir því að Netflix fjarlægði þátt sem er á Amazon Prime Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. júní 2019 20:04 Michael Sheen og David Tennant leika aðalhlutverkin. Amazon Prime Yfir tuttugu þúsund kristnir andstæðingar sjónvarpsþáttarins Good Omens skrifuðu undir áskorun þess efnis að Netflix fjarlægi þáttinn úr efnisveitu sinni. Gallinn er hins vegar sá að það er samkeppnisaðili Netflix, Amazon Prime, sem framleiðir og dreifir þáttunum. Þættirnir eru byggðir á skáldsögu Terry Pratchett og Neil Gaiman frá árinu 1990 og fjalla um púkann Crowley og engilinn Aziraphale sem vinna í sameiningu að því að koma í veg fyrir heimsendi. Eitthvað hafa þættirnir farið öfugt ofan í kristnu samtökin US Foundation for a Christian Civilisation en rúmlega tuttugu þúsund manns skrifuðu undir áskorun þess efnis að þátturinn verði fjarlægður af Netflix. Búið er að eyða undirskriftarsöfnunnni.Helsta umkvörtunarefni þeirra sem kvörtuðu var að með þáttunum væri djöfladýrkun gerð léttvæg og að rödd Guðs í þáttunum væri konurödd en leikkonan Frances McDormand talar fyrir hinn almáttuga Guð í þáttunum. Neil Gaiman, sem skrifaði handritið að þáttunum og kom að framleiðslu þeirra, grínaðist með málið á Twitter þar sem hann bað alla um að láta stuðningsaðila undirskriftarsöfnunarinnar ekki vita að þeir væru að beina sjónum sínum að vitlausri efnisveitu.This is so beautiful... Promise me you won't tell them? https://t.co/thYTOG7GBE — Neil Gaiman (@neilhimself) June 19, 2019 Amazon Menning Netflix Tengdar fréttir Amazon Prime Video í boði á Íslandi Efnisveita Amazon státar sig af þáttum á borð við Grand Tour, Mozart in the Jungle og Man in the High Castle. 15. desember 2016 10:47 Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Yfir tuttugu þúsund kristnir andstæðingar sjónvarpsþáttarins Good Omens skrifuðu undir áskorun þess efnis að Netflix fjarlægi þáttinn úr efnisveitu sinni. Gallinn er hins vegar sá að það er samkeppnisaðili Netflix, Amazon Prime, sem framleiðir og dreifir þáttunum. Þættirnir eru byggðir á skáldsögu Terry Pratchett og Neil Gaiman frá árinu 1990 og fjalla um púkann Crowley og engilinn Aziraphale sem vinna í sameiningu að því að koma í veg fyrir heimsendi. Eitthvað hafa þættirnir farið öfugt ofan í kristnu samtökin US Foundation for a Christian Civilisation en rúmlega tuttugu þúsund manns skrifuðu undir áskorun þess efnis að þátturinn verði fjarlægður af Netflix. Búið er að eyða undirskriftarsöfnunnni.Helsta umkvörtunarefni þeirra sem kvörtuðu var að með þáttunum væri djöfladýrkun gerð léttvæg og að rödd Guðs í þáttunum væri konurödd en leikkonan Frances McDormand talar fyrir hinn almáttuga Guð í þáttunum. Neil Gaiman, sem skrifaði handritið að þáttunum og kom að framleiðslu þeirra, grínaðist með málið á Twitter þar sem hann bað alla um að láta stuðningsaðila undirskriftarsöfnunarinnar ekki vita að þeir væru að beina sjónum sínum að vitlausri efnisveitu.This is so beautiful... Promise me you won't tell them? https://t.co/thYTOG7GBE — Neil Gaiman (@neilhimself) June 19, 2019
Amazon Menning Netflix Tengdar fréttir Amazon Prime Video í boði á Íslandi Efnisveita Amazon státar sig af þáttum á borð við Grand Tour, Mozart in the Jungle og Man in the High Castle. 15. desember 2016 10:47 Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Amazon Prime Video í boði á Íslandi Efnisveita Amazon státar sig af þáttum á borð við Grand Tour, Mozart in the Jungle og Man in the High Castle. 15. desember 2016 10:47