Síðari umferð þristaveislu hafin á Reykjavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júní 2019 21:37 "Betsy's Biscuit Bomber“ ekið inn á flugstæðið í kvöld. Fyrir aftan sést í Pál Sveinsson. Vísir/KMU. Stríðsþristarnir streyma nú til Reykjavíkur, hver af öðrum, eftir þátttöku í minningarathöfnum vegna innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. Laust upp úr klukkan átta í kvöld lenti C-47 þristurinn „Betsy's Biscuit Bomber“ og var honum lagt norðan við Loftleiðahótelið, skammt frá íslenska þristinum Páli Sveinssyni. Þetta er fimmti þristurinn sem millilendir í Reykjavík á bakaleiðinni frá Evrópu til Ameríku en sá fyrsti kom á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Í morgun mátti sjá tvo þrista ásamt Páli Sveinssyni á flugvellinum en þeir bandarísku héldu áfram för vestur um haf í hádeginu.Þessi flugvél er 75 ára gömul, var smíðuð árið 1944.Vísir/KMU.Alls er von á fimmtán þristum í gegnum Reykjavík þannig að enn eru tíu ókomnir. Engar staðfestar tímasetningar eru um komu þeirra. Norðlendingar fá líka sína flugveislu um helgina því áformað er að Páli Sveinssyni verði flogið norður til Akureyrar á morgun, föstudag, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Þar mun hann taka þátt í hinum árlega flugdegi Flugsafns Íslands á Akureyrarflugvelli á laugardag.Frá Akureyrarflugvelli. Árlegur flugdagur verður þar á laugardag.vísir/pjeturÁ sýningunni verður boðið upp á hópflug, listflug, flugbardaga, þyrluflug og flug Boeingþotu frá Icelandair. Landhelgisgæslan verður með öfluga sýningu og ýmsar minni flugvélar og einnig elsta flughæfa flugvél landsins munu fljúga, að því er segir í tilkynningu Flugsafnsins. Dagskráin hefst klukkan 13. Í upphafi munu flugmódelsmiðir fljúga fjarstýrðum flugvélum. Þær verða síðan til sýnis í Flugsafninu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 úr fyrri umferð þristaveislunnar í Reykjavík í síðasta mánuði: Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands. 28. maí 2019 20:45 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Stríðsþristarnir streyma nú til Reykjavíkur, hver af öðrum, eftir þátttöku í minningarathöfnum vegna innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. Laust upp úr klukkan átta í kvöld lenti C-47 þristurinn „Betsy's Biscuit Bomber“ og var honum lagt norðan við Loftleiðahótelið, skammt frá íslenska þristinum Páli Sveinssyni. Þetta er fimmti þristurinn sem millilendir í Reykjavík á bakaleiðinni frá Evrópu til Ameríku en sá fyrsti kom á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Í morgun mátti sjá tvo þrista ásamt Páli Sveinssyni á flugvellinum en þeir bandarísku héldu áfram för vestur um haf í hádeginu.Þessi flugvél er 75 ára gömul, var smíðuð árið 1944.Vísir/KMU.Alls er von á fimmtán þristum í gegnum Reykjavík þannig að enn eru tíu ókomnir. Engar staðfestar tímasetningar eru um komu þeirra. Norðlendingar fá líka sína flugveislu um helgina því áformað er að Páli Sveinssyni verði flogið norður til Akureyrar á morgun, föstudag, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Þar mun hann taka þátt í hinum árlega flugdegi Flugsafns Íslands á Akureyrarflugvelli á laugardag.Frá Akureyrarflugvelli. Árlegur flugdagur verður þar á laugardag.vísir/pjeturÁ sýningunni verður boðið upp á hópflug, listflug, flugbardaga, þyrluflug og flug Boeingþotu frá Icelandair. Landhelgisgæslan verður með öfluga sýningu og ýmsar minni flugvélar og einnig elsta flughæfa flugvél landsins munu fljúga, að því er segir í tilkynningu Flugsafnsins. Dagskráin hefst klukkan 13. Í upphafi munu flugmódelsmiðir fljúga fjarstýrðum flugvélum. Þær verða síðan til sýnis í Flugsafninu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 úr fyrri umferð þristaveislunnar í Reykjavík í síðasta mánuði:
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands. 28. maí 2019 20:45 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00
Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15
Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15
Elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands. 28. maí 2019 20:45